Óánægð með ákvörðun þingflokksins
Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum og stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum lýsa yfir vonbrigðum með ákvörðun formanns og þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að skipta um þingflokksformann. Ljóst er að með þessum breytingum er forystusveitin öll skipuð aðilum af höfuðborgasvæðinu og það þrátt fyrir að eitt sterkasta vígi flokksins sé Suðurkjördæmið.
Ragnheiður Elín hefur verið ötull baráttumaður fyrir fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu til sjávar og sveita og staðið vaktina sem þingflokksformaður með stakri prýði. Það er því mikill missir af svo öflugum talsmanni úr forystusveit flokksins.
Stjórnirnar skora á þingflokkinn að endurskoða þessa ákvörðun.
4. september 2012
Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum
Stjórn fulltrúaráðs Sjálfsstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.