Nýtt útsýni í Sandgerði
Síðan Síldarverksmiðjan hætti rekstri sínum hér í Sandgerði hafa margs konar byggingar fyrirtækisins staðið auðar og verið til lítillar prýði. En nú ber svo við að verið er að rífa stórt stálgrindarhús í eigu fyrirtækisins. Það er fyrirtækið Hamar ehf. í Kópavogi sem sér um verkið og ætla þeir að nota efnið til að byggja nýtt verkstæði
á Eskifirði.
Starfsemi Síldarvinnslunnar var staðsett á sjávarbakkanum við veginn sem liggur út í Garð. Allt í einu opnast þarna nýtt útsýni. Þetta er yndislega fallegur staður og oft hugsaði maður hve fallegt væri þarna ef ekki væru þessir ryðguðu tankar og leiðinda byggingar. Hinum megin vegarins eru tjarnir þar sem allt iðar af fuglalífi. Reyndar er þar oft mest af mávi, en einnig sjást þar tímabundið hópar svana, gæsa og anda og kríurnar setja sinn sterka svip á umhverfið auk fjölda annarra fuglategunda. Á hverju sumri verpa þar t.d. mjög smávaxnar endur og virðast alltaf koma upp ungum þrátt fyrir mávana sem fylla oft tjörnina. Má ætla að gróðurinn (sefið) í tjörninni veiti ungunum það skjól sem þeir þurfa til að komast af a.m.k. virðist þessum krílum líka vel að búa þarna. Varla er hægt að hugsa sér fegurra útivistarsvæði ef betur væri hlúð að þessu umhverfi.
Margir Suðurnesjabúar hafa það fyrir sið að fara í eggjaleit á vorin og ná sér í mávaegg. Sumir eru mjög stórtækir og sækja grimmt á “miðin”.Og mávinum er nokk sama, því hann verpir nánast eins og hæna, aftur og aftur. Hvað er gert við öll þessi egg? Jú, þau eru borðuð, úr þeim er bakað og svo má gera góðan ís úr rauðunum. Einn viðmælandinn sagði að þegar líða tæki á sumarið og eggin færu að stropa færi hann og fleiri gagngert um heiðina til að stinga gat á eggin, en þá verða þau að fúleggjum. “Mávurinn verpir ekki aftur á þeim stöðum, a.m.k. ekki næstu sumur,” sagði hann. HV
- Þessi pistill er fenginn af vef Sandgerðisbæjar, www.sandgerdi.is
á Eskifirði.
Starfsemi Síldarvinnslunnar var staðsett á sjávarbakkanum við veginn sem liggur út í Garð. Allt í einu opnast þarna nýtt útsýni. Þetta er yndislega fallegur staður og oft hugsaði maður hve fallegt væri þarna ef ekki væru þessir ryðguðu tankar og leiðinda byggingar. Hinum megin vegarins eru tjarnir þar sem allt iðar af fuglalífi. Reyndar er þar oft mest af mávi, en einnig sjást þar tímabundið hópar svana, gæsa og anda og kríurnar setja sinn sterka svip á umhverfið auk fjölda annarra fuglategunda. Á hverju sumri verpa þar t.d. mjög smávaxnar endur og virðast alltaf koma upp ungum þrátt fyrir mávana sem fylla oft tjörnina. Má ætla að gróðurinn (sefið) í tjörninni veiti ungunum það skjól sem þeir þurfa til að komast af a.m.k. virðist þessum krílum líka vel að búa þarna. Varla er hægt að hugsa sér fegurra útivistarsvæði ef betur væri hlúð að þessu umhverfi.
Margir Suðurnesjabúar hafa það fyrir sið að fara í eggjaleit á vorin og ná sér í mávaegg. Sumir eru mjög stórtækir og sækja grimmt á “miðin”.Og mávinum er nokk sama, því hann verpir nánast eins og hæna, aftur og aftur. Hvað er gert við öll þessi egg? Jú, þau eru borðuð, úr þeim er bakað og svo má gera góðan ís úr rauðunum. Einn viðmælandinn sagði að þegar líða tæki á sumarið og eggin færu að stropa færi hann og fleiri gagngert um heiðina til að stinga gat á eggin, en þá verða þau að fúleggjum. “Mávurinn verpir ekki aftur á þeim stöðum, a.m.k. ekki næstu sumur,” sagði hann. HV
- Þessi pistill er fenginn af vef Sandgerðisbæjar, www.sandgerdi.is