Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Nýtt hugleiðslunámskeið: Hugleiðsla og Daglegt Líf
Þriðjudagur 27. apríl 2004 kl. 11:26

Nýtt hugleiðslunámskeið: Hugleiðsla og Daglegt Líf

Byggir á kenningum Búdda um lífið og tilveruna. Lærum að forrita hugann upp á nýtt til að hætta neikvæðni og hugleiða málefni sem auka velgengni okkar og vellíðan.
Allar lifandi verur hafa sömu grundvallar ósk : að vera hamingjusamar og forðast þjáningu. Jafnvel nýfædd börn og dýr hafa þessa ósk. Frá ómunatíð hefur þetta verið helsta ósk okkar, og hún er ávalt til staðar, jafnvel í svefni. Við vinnum hörðum höndum alla ævi til að uppfylla þessa ósk.
Frá upphafi heimsins hafa menn eytt miklum tíma og orku í að bæta ytri aðstæður, í leit sinni að hamingju og lausn á margvíslegum vandamálum.
Hver er svo árangurinn ? Í stað þess að uppfylla óskir sínar, hefur þjáning manna aukist og samtímis hefur upplifun hamingju og friðar farið dvínandi. Þetta sýnir glögglega að við þurfum að finna raunverulega aðferð til að öðlast sanna hamingju og frelsi frá þjáningu.

Þegar allt gengur á afturfótunum í lífi okkar og við lendum í erfiðum aðstæðum, þá er tilhneiging okkar að líta á aðstæðurnar sjálfar sem vandamálið, en í raun og veru koma öll vandamál sem við upplifum frá huganum. Ef við myndum bregðast við erfiðum aðstæðum með jákvæðum eða friðsælum huga, þá væru þær ekki lengur vandál ; við gætum jafnvel litið á slíkar aðstæður sem áskorun eða tækifæri til vaxtar og þroska. Vandamálin verða einungis til ef við bregðumst við erfiðleikum með neikvæðu hugarástandi. Af þessu leiðir að ef við viljum frelsi frá vandamálum, þurfum við að ná stjórn á huga okkar.

3 skipti: Apríl 29. og Maí 6. og 13.
Tími: Kl 20:15 – 21:30.
Staður: Iðavellir 9a, inngangur bak við Innrömmun Suðurnesja.
Kennari: Eiríkur Ingibergsson
Bókanir og upplýsingar í s: 551-5259 og 897-4010
Skiptið kostar 800kr eða 600 fyrir námsmenn, atvinnulausa og öryrkja.
20% afsláttur ef greitt er fyrir heilt námskeið.
Nýtt efni tekið fyrir í hvert skipti.
Engin forkunnátta nauðsynleg.
Heimasíða: http://www.karuna.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024