Nýliðar í bæjarstjórn
Tveir nýir fulltrúar taka sæti í nýrri bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem kemur saman í fyrsta skipti á þriðjudag. Það eru þeir Garðar Vilhjálmsson frá Sjálfstæðisflokki og Eysteinn Jónsson frá A-listanum. Báðir eru þeir þó sjóaðir í stjórnmálunum, en Garðar var fyrsti varamaður í bæjarstjórn á því kjörtímabili sem var að ljúka og Eysteinn hefur verið aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra, síðustu ár. Víkurfréttir tóku kappana tali, en þeir eiga báðir ættir að rekja til stjórnmálamanna á landsvísu sem og í bæjarstjórnarmálum.
Spennandi tímar framundan
Eysteinn Jónsson hefur verið pólitískur frá blautu barnsbeini
Eysteinn Jónsson er 36 ára gamall verkfræðingur sem útskrifaðist með meistaragráðu frá háskólanum í Álaborg í Danmörku. Hann var í öðru sæti A-listans og sest nú inn í bæjarstjórn í fyrsta sinn. Hann segir kjörtímabilið leggjast vel í sig.
„Það eru spennandi tímar framundan og við verðum að standa okkur í stjórnarandstöðunni. Þó vildi ég hafa meirihlutann réttu meginn. Okkar skylda er hins vegar að veita meirihlutanum aðhald og fylgjast vel með og koma með tillögur um það sem okkur finnst betur mega fara.“
Gengi A-listans, sameiginlegs framboðs Samfylkingar, Framsóknar og óflokksbundinna, var ekki í samræmi við væntingar. Eysteinn segist hins vegar ekki kvíða næstu fjórum árum. „Við ætlum okkur að starfa saman í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu og svo kemur í ljós eftir fjögur ár hvort við bjóðum fram sameiginlega eða hvort við bjóðum fram undir merkjum okkar flokka, þ.e. Samfylkingar og Framsóknarflokks. Það er ekki hægt að segja til um það núna en aðalatriðið er það að þessi hópur sem starfaði að framboðinu starfaði mjög vel saman. Það var ekki vandamál okkar í þessum kosningum, slógum í takt og mikill samhugur var meðal fólksins um málefnin.“
Eysteinn er kominn af sterkum framsóknarættum þar sem afi hans og alnafni var um áratugaskeið þingmaður, ráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Eysteinn segist alla tíð hafa verið mjög pólitískur. „Frá því að ég var krakki hef ég fylgst vel með og haft ákveðnar skoðanir í gegnum allt mitt líf. Ég menntaði mig í verkfræði og ætlaði ekkert í pólitík, en þegar ég kom út á atvinnumarkaðinn fór ég í meira mæli að skipta mér af flokksstarfinu. Svo sökk ég dýpra og dýpra og nú er ég kominn í bæjarstjórn. Námið mitt mun engu að síður nýtast mér. Lokaverkefnið var á sviði framleiðslustjórnunar og það getur komið sér vel eins og öll önnur menntun.“
Eysteinn segir alls óljóst með framtíð hans á vettvangi stjórnmála, en vinnan við hlið Guðna Ágústssonar hafi verið lærdómsrík. „Mitt framhald í pólitík mun koma í ljós síðar. Það hefur verið góður skóli að vinna með Guðna í þrjú ár. Hann er algjör meistari og mjög gott að vinna með honum. Hann er hugsjónamaður og Framsóknarmaður af guðs náð og mér finnst ég hafa notið mikillar gæfu að kynnast honum.“ Þegar hefur róast yfir stjórnmálasviðinu að loknum kosningum og lítur Eysteinn á kosningabaráttuna sem geysilega skemmtilegan og lærdómsríkan tíma. „Það skemmtilegasta við að taka þátt í pólitísku starfi og þá sérstaklega kosningum er hve mikið af fólki maður fær að hitta og kynnast. Það að taka þátt í kosningum er gott tækifæri til að hlusta á hvað fólk hefur fram að færa og kynnast samfélaginu betur. Þó það taki á og sé erfitt að fara á fund eftir fund er það nokkuð sem ég myndi aldrei vilja fara á mis við. Við hjá A-listanum héldum mikið af opnum fundum og auglýstum þá vel og gáfum þar með öllum íbúum Reykjanesbæjar tækifæri til að koma að stefnumótun framboðsins. Á þessa fundi kom fjöldi fólks og hygg ég að á þann fjölmennasta hafi komið um 200 manns. Þannig má segja að við frambjóðendurnir höfum talað við og hitt í kosningabaráttunni þúsundir íbúa Reykjanesbæjar og er það að mínu mati afar lærdómsríkt og reynsla sem því fylgir verður ekki tekin af okkur. Það er nefnilega þannig, að mínu mati að niðurstöður kosninganna er ekki endilega aðalatriðið þó hún skipti verulegu máli, heldur það að taka þátt af fullum krafti. Uppskera þeirra einstaklinga sem taka þátt verður ávalt góð og allir sem taka þátt verða reynslunni ríkari og þar með ríkari sem einstaklingar á eftir. Ég hef því ávallt hvatt fólk, sem hefur tök á því, til að taka þátt í pólitísku starfi því það er gefandi og gefur nýja innsýn inn í samfélagið. Þannig tel ég að allir sem taka þátt verðri reynslunni ríkari á eftir, þó úrslitin hafi ekki eða verða ekki ávallt eins og til var sáð. “
Horfi mest til atvinnumálanna
Garðar Vilhjálmsson segir alla gamla krata vera komna í Sjálfstæðisflokkinn
Garðar Vilhjálmsson er 38 ára gamall viðskipta- og lögfræðingur sem útskrifaðist frá háskóla í Georgíu í Bandaríkjunum og Háskólanum í Reykjavík nú um helgina. Hann var 7. maður á lista Sjálfstæðisflokks nú líkt og árið 2002 en komst inn eftir stórsigur sinna manna. Hann segir mörg verkefni liggja fyrir á komandi kjörtímabili og er spenntur að hefja störf.
„Tilfinningin er góð og ég er bara mjög sáttur. Ég sóttist eftir því að fá að sitja áfram í sjöunda sætnu því það munaði ekki miklu síðast að ég næði inn. Núna munaði ekki miklu á því að við næðum áttunda manni inn, þannig að það má segja að þetta hafi gengið samkvæmt áætlun. Ég veit nokkurn veginn að hverju ég er að ganga en þetta er samt nokkuð öðruvísi þegar maður er orðinn kjörinn í bæjarstjórn. Nú eru skyldurnar aðrar og meiri, en ég hlakka til að takast á við þær. Við höfum unnið vel og skipulega síðustu fjögur ár og það verður engin breyting á því.“
Garðar segir að ljóst sé af fylgisaukningu meirihlutans að ánægja sé með störf hans. „Bæjarbúar eru greinilega sáttir við störf okkar því það er eitt að ná meirihluta og annað að halda honum. En að bæta við hann felur í sér ákveðna viðurkenningu á störfum okkar. Það er ekkert sjálfgefið í þessum málum og við erum að sjálfsögðu ánægð með þessa útkomu.“
Áherslurnar hjá Garðari munu, að hans sögn, verða atvinnu-og menntamál, en hann var varaformaður atvinnu- og hafnaráðs síðustu fjögur ár. „Það er engin spurning að atvinnumálin koma til með að brenna á okkur næstu misserin. Ég hef staðið í atvinnurekstri sjálfur og mun beita mér fyrir því að byggja upp öflugt atvinnulíf og að brotthvarf hersins komi til með að hafa sem minnst áhrif á svæðið. Við vinnum að því að finna lausnir fyrir það fólk sem er að missa vinnuna en þar er ærið verkefni framundan. Undirbúningur Norðuráls að byggingu álvers í Helguvík mun halda áfram en þar er nýbúið að taka stórt skref með undirritun orkusamningsins. Það mun ekki stranda á í því máli. Menntamálin skipta mig líka miklu máli og þar vil ég láta til mín taka og halda áfram því góða starfi sem þar hefur verið unnið.“
Garðar á ekki langt að sækja áhugann á stjórnmálum, en faðir hans, Vilhjálmur Ketilsson heitinn, var bæjarstjóri í Keflavík eftir að Alþýðuflokkurinn náði hreinum meirihluta í bæjarstjórn 1986. Vilhjálmur var annar á lista Alþýðuflokksins sem vann stórsigur í kosningunum 1986 og gengdi starfi bæjarstjóra frá 1986 til 1988 en þá tók Guðfinnur Sigurvinsson við starfinu og Vilhjálmur settist aftur í stól skólastjóra Myllubakkaskóla. Þessi skipting var að ósk Vilhjálms sem sagðist kunna betur við sig í skólanum en hann var skólastjóri þar frá 28 ára aldri þar til hann lést, aðeins 53 ára. Þá sat Ólafur Björnsson, móðurafi Garðars, í bæjarstjórn Keflavíkur um áratugaskeið og var auk þess varaþingmaður flokksins. Og þegar Garðar var spurður út í kratagenin sagði með glettni að greinilegt væri að kratarnir væru allir komnir í Sjálfstæðisflokkinn!
Spennandi tímar framundan
Eysteinn Jónsson hefur verið pólitískur frá blautu barnsbeini
Eysteinn Jónsson er 36 ára gamall verkfræðingur sem útskrifaðist með meistaragráðu frá háskólanum í Álaborg í Danmörku. Hann var í öðru sæti A-listans og sest nú inn í bæjarstjórn í fyrsta sinn. Hann segir kjörtímabilið leggjast vel í sig.
„Það eru spennandi tímar framundan og við verðum að standa okkur í stjórnarandstöðunni. Þó vildi ég hafa meirihlutann réttu meginn. Okkar skylda er hins vegar að veita meirihlutanum aðhald og fylgjast vel með og koma með tillögur um það sem okkur finnst betur mega fara.“
Gengi A-listans, sameiginlegs framboðs Samfylkingar, Framsóknar og óflokksbundinna, var ekki í samræmi við væntingar. Eysteinn segist hins vegar ekki kvíða næstu fjórum árum. „Við ætlum okkur að starfa saman í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu og svo kemur í ljós eftir fjögur ár hvort við bjóðum fram sameiginlega eða hvort við bjóðum fram undir merkjum okkar flokka, þ.e. Samfylkingar og Framsóknarflokks. Það er ekki hægt að segja til um það núna en aðalatriðið er það að þessi hópur sem starfaði að framboðinu starfaði mjög vel saman. Það var ekki vandamál okkar í þessum kosningum, slógum í takt og mikill samhugur var meðal fólksins um málefnin.“
Eysteinn er kominn af sterkum framsóknarættum þar sem afi hans og alnafni var um áratugaskeið þingmaður, ráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Eysteinn segist alla tíð hafa verið mjög pólitískur. „Frá því að ég var krakki hef ég fylgst vel með og haft ákveðnar skoðanir í gegnum allt mitt líf. Ég menntaði mig í verkfræði og ætlaði ekkert í pólitík, en þegar ég kom út á atvinnumarkaðinn fór ég í meira mæli að skipta mér af flokksstarfinu. Svo sökk ég dýpra og dýpra og nú er ég kominn í bæjarstjórn. Námið mitt mun engu að síður nýtast mér. Lokaverkefnið var á sviði framleiðslustjórnunar og það getur komið sér vel eins og öll önnur menntun.“
Eysteinn segir alls óljóst með framtíð hans á vettvangi stjórnmála, en vinnan við hlið Guðna Ágústssonar hafi verið lærdómsrík. „Mitt framhald í pólitík mun koma í ljós síðar. Það hefur verið góður skóli að vinna með Guðna í þrjú ár. Hann er algjör meistari og mjög gott að vinna með honum. Hann er hugsjónamaður og Framsóknarmaður af guðs náð og mér finnst ég hafa notið mikillar gæfu að kynnast honum.“ Þegar hefur róast yfir stjórnmálasviðinu að loknum kosningum og lítur Eysteinn á kosningabaráttuna sem geysilega skemmtilegan og lærdómsríkan tíma. „Það skemmtilegasta við að taka þátt í pólitísku starfi og þá sérstaklega kosningum er hve mikið af fólki maður fær að hitta og kynnast. Það að taka þátt í kosningum er gott tækifæri til að hlusta á hvað fólk hefur fram að færa og kynnast samfélaginu betur. Þó það taki á og sé erfitt að fara á fund eftir fund er það nokkuð sem ég myndi aldrei vilja fara á mis við. Við hjá A-listanum héldum mikið af opnum fundum og auglýstum þá vel og gáfum þar með öllum íbúum Reykjanesbæjar tækifæri til að koma að stefnumótun framboðsins. Á þessa fundi kom fjöldi fólks og hygg ég að á þann fjölmennasta hafi komið um 200 manns. Þannig má segja að við frambjóðendurnir höfum talað við og hitt í kosningabaráttunni þúsundir íbúa Reykjanesbæjar og er það að mínu mati afar lærdómsríkt og reynsla sem því fylgir verður ekki tekin af okkur. Það er nefnilega þannig, að mínu mati að niðurstöður kosninganna er ekki endilega aðalatriðið þó hún skipti verulegu máli, heldur það að taka þátt af fullum krafti. Uppskera þeirra einstaklinga sem taka þátt verður ávalt góð og allir sem taka þátt verða reynslunni ríkari og þar með ríkari sem einstaklingar á eftir. Ég hef því ávallt hvatt fólk, sem hefur tök á því, til að taka þátt í pólitísku starfi því það er gefandi og gefur nýja innsýn inn í samfélagið. Þannig tel ég að allir sem taka þátt verðri reynslunni ríkari á eftir, þó úrslitin hafi ekki eða verða ekki ávallt eins og til var sáð. “
Horfi mest til atvinnumálanna
Garðar Vilhjálmsson segir alla gamla krata vera komna í Sjálfstæðisflokkinn
Garðar Vilhjálmsson er 38 ára gamall viðskipta- og lögfræðingur sem útskrifaðist frá háskóla í Georgíu í Bandaríkjunum og Háskólanum í Reykjavík nú um helgina. Hann var 7. maður á lista Sjálfstæðisflokks nú líkt og árið 2002 en komst inn eftir stórsigur sinna manna. Hann segir mörg verkefni liggja fyrir á komandi kjörtímabili og er spenntur að hefja störf.
„Tilfinningin er góð og ég er bara mjög sáttur. Ég sóttist eftir því að fá að sitja áfram í sjöunda sætnu því það munaði ekki miklu síðast að ég næði inn. Núna munaði ekki miklu á því að við næðum áttunda manni inn, þannig að það má segja að þetta hafi gengið samkvæmt áætlun. Ég veit nokkurn veginn að hverju ég er að ganga en þetta er samt nokkuð öðruvísi þegar maður er orðinn kjörinn í bæjarstjórn. Nú eru skyldurnar aðrar og meiri, en ég hlakka til að takast á við þær. Við höfum unnið vel og skipulega síðustu fjögur ár og það verður engin breyting á því.“
Garðar segir að ljóst sé af fylgisaukningu meirihlutans að ánægja sé með störf hans. „Bæjarbúar eru greinilega sáttir við störf okkar því það er eitt að ná meirihluta og annað að halda honum. En að bæta við hann felur í sér ákveðna viðurkenningu á störfum okkar. Það er ekkert sjálfgefið í þessum málum og við erum að sjálfsögðu ánægð með þessa útkomu.“
Áherslurnar hjá Garðari munu, að hans sögn, verða atvinnu-og menntamál, en hann var varaformaður atvinnu- og hafnaráðs síðustu fjögur ár. „Það er engin spurning að atvinnumálin koma til með að brenna á okkur næstu misserin. Ég hef staðið í atvinnurekstri sjálfur og mun beita mér fyrir því að byggja upp öflugt atvinnulíf og að brotthvarf hersins komi til með að hafa sem minnst áhrif á svæðið. Við vinnum að því að finna lausnir fyrir það fólk sem er að missa vinnuna en þar er ærið verkefni framundan. Undirbúningur Norðuráls að byggingu álvers í Helguvík mun halda áfram en þar er nýbúið að taka stórt skref með undirritun orkusamningsins. Það mun ekki stranda á í því máli. Menntamálin skipta mig líka miklu máli og þar vil ég láta til mín taka og halda áfram því góða starfi sem þar hefur verið unnið.“
Garðar á ekki langt að sækja áhugann á stjórnmálum, en faðir hans, Vilhjálmur Ketilsson heitinn, var bæjarstjóri í Keflavík eftir að Alþýðuflokkurinn náði hreinum meirihluta í bæjarstjórn 1986. Vilhjálmur var annar á lista Alþýðuflokksins sem vann stórsigur í kosningunum 1986 og gengdi starfi bæjarstjóra frá 1986 til 1988 en þá tók Guðfinnur Sigurvinsson við starfinu og Vilhjálmur settist aftur í stól skólastjóra Myllubakkaskóla. Þessi skipting var að ósk Vilhjálms sem sagðist kunna betur við sig í skólanum en hann var skólastjóri þar frá 28 ára aldri þar til hann lést, aðeins 53 ára. Þá sat Ólafur Björnsson, móðurafi Garðars, í bæjarstjórn Keflavíkur um áratugaskeið og var auk þess varaþingmaður flokksins. Og þegar Garðar var spurður út í kratagenin sagði með glettni að greinilegt væri að kratarnir væru allir komnir í Sjálfstæðisflokkinn!