Nýir fræðslubæklingar um þunglyndi og geðhvörf - frá sjónarhóli sjúklings og aðstandenda
Út er kominn nýr fræðslubæklingur um þunglyndi og endurbættur bæklingur um geðhvörf. Það er Actavis sem gefur þá út en fyrirtækið hefur um árabil beitt sér fyrir gerð vandaðs fræðsluefnis á sviði geðsjúkdóma en áður hafa verið gefnir út bæklingar um kvíða, geðklofa og svefn og svefntruflanir.
Bæklingarnir eru skrifaðir af eða í samvinnu við íslenska geðlækna. Héðinn Unnsteinsson skrifaði bæklinginn um geðhvörf en Héðinn hefur um árabil barist við þennan erfiða sjúkdóm. Einnig koma að þessum bæklingi móðir Héðins, sem lýsir sjónarhóli aðstandenda, og Engilbert Sigurðsson geðlæknir sem yfirfór, endurbætti og uppfærði fræðilega hluta bæklingsins.
Dr. Med. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir skrifaði bæklinginn um þunglyndi og má í honum finna svör við flestum þeim spurningum sem kunna að vakna í tengslum við sjúkdóminn. Eldri bæklingarnir þrír eru skrifaðir af dr. Med. Lárusi Helgasyni geðlækni. Þess má geta að engar lyfjaauglýsingar eru í bæklingunum heldur er einungis um að ræða vandað fræðsluefni fyrir bæði sjúklinga og aðstandendur.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hvetur mjög til fræðslu um geðraskanir en skortur hefur verið á fræðsluefni á íslensku um þessa sjúkdóma. Aukinn skilningur og umfjöllun draga úr fordómum almennings, hvetja sjúklinga til að leita sér meðferðar og styrkja aðstandendur.
Sjúklegt þunglyndi og kvíði eru algengar geðraskanir sem snerta marga og er af þeim sökum rík þörf fyrir fræðslu. Gera má ráð fyrir að nokkrir tugir þúsunda einstaklinga þjáist af þessum sjúkdómum á Íslandi dag hvern. Í dag er til árangursrík meðferð við þessum sjúkdómum. Geðklofi og geðhvörf eru mun sjaldgæfari sjúkdómar en geta valdið miklum þjáningum og röskun á lífi fólks og því er þörf fyrir mjög sérhæfða meðferð.
Bæklingarnir eru öllum að kostnaðarlausu og er þeim dreift á heilsugæslustöðvar, læknastofur og í apótek. Einnig má finna þá á vefsvæði Actavis, www.actavis.is, og www.stress.is. Hægt er að óska eftir bæklingunum með því að senda póst á netfangið [email protected].
Bæklingarnir eru skrifaðir af eða í samvinnu við íslenska geðlækna. Héðinn Unnsteinsson skrifaði bæklinginn um geðhvörf en Héðinn hefur um árabil barist við þennan erfiða sjúkdóm. Einnig koma að þessum bæklingi móðir Héðins, sem lýsir sjónarhóli aðstandenda, og Engilbert Sigurðsson geðlæknir sem yfirfór, endurbætti og uppfærði fræðilega hluta bæklingsins.
Dr. Med. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir skrifaði bæklinginn um þunglyndi og má í honum finna svör við flestum þeim spurningum sem kunna að vakna í tengslum við sjúkdóminn. Eldri bæklingarnir þrír eru skrifaðir af dr. Med. Lárusi Helgasyni geðlækni. Þess má geta að engar lyfjaauglýsingar eru í bæklingunum heldur er einungis um að ræða vandað fræðsluefni fyrir bæði sjúklinga og aðstandendur.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hvetur mjög til fræðslu um geðraskanir en skortur hefur verið á fræðsluefni á íslensku um þessa sjúkdóma. Aukinn skilningur og umfjöllun draga úr fordómum almennings, hvetja sjúklinga til að leita sér meðferðar og styrkja aðstandendur.
Sjúklegt þunglyndi og kvíði eru algengar geðraskanir sem snerta marga og er af þeim sökum rík þörf fyrir fræðslu. Gera má ráð fyrir að nokkrir tugir þúsunda einstaklinga þjáist af þessum sjúkdómum á Íslandi dag hvern. Í dag er til árangursrík meðferð við þessum sjúkdómum. Geðklofi og geðhvörf eru mun sjaldgæfari sjúkdómar en geta valdið miklum þjáningum og röskun á lífi fólks og því er þörf fyrir mjög sérhæfða meðferð.
Bæklingarnir eru öllum að kostnaðarlausu og er þeim dreift á heilsugæslustöðvar, læknastofur og í apótek. Einnig má finna þá á vefsvæði Actavis, www.actavis.is, og www.stress.is. Hægt er að óska eftir bæklingunum með því að senda póst á netfangið [email protected].