Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 6. nóvember 2003 kl. 08:35

Ný stjórn UJ á Suðurnesjum

Á aðalfundi Ungra jafnaðamanna á Suðurnesjum, fimmtudaginn 30.okt., voru eftirtaldir kjörnir í stjórn: Formaður Brynja Magnúsdóttir frá Reykjanesbæ, varformaður Steinþór Geirdal Jóhansson frá Reykjanesbæ, gjaldkeri Hilmar Kristinsson frá Reykjanesbæ, ritari Hallbjörn V. Rúnarsson frá Sandgerði, meðstjórnendur Rósa María Óskarsdóttir frá Reykjansebæ og Davíð Bragi Konráðsson frá Reykjanesbæ. Varamenn: Sigurður Arnar Sigurþórsson, Steinunn Bragadóttir og Árni Jóhannson. Einnig voru kjörnir skoðunarmenn reikninga: Erla Knudsen Elíasdóttir og  Margeir Steinar Karlsson.

Stjórnin vill þakka fráfarandi stjórnarmeðlimum fyrir sín störf: Lindu Guðmundsdóttur, Ljósbrá Logadóttur og Hafdísi Ólafsdóttur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024