Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Ný ljósmynda- og myndvinnslunámskeið framundan
Mánudagur 21. janúar 2013 kl. 10:37

Ný ljósmynda- og myndvinnslunámskeið framundan

Ljósmyndarnir Oddgeir Karlsson og Ellert Grétarsson efna á ný til ljósmyndanámskeiða sem hefjast í byrjun febrúar á Ljósmyndastofu Oddgeirs í Njarðvík. Um er að ræða stutt en markviss kvöldnámskeið þar sem farið er yfir grunnstillingar myndavéla, hagnýt atriði ljósmyndunar og myndvinnslu.

Hugsað út fyrir auto-ið
er námskeið sem höfðar til eigenda stafrænna myndavéla með skiptanlegum linsum (DSLR). Einnig til þeirra sem eiga minni vélar með sömu stillimöguleika. Markmiðið er að kenna þátttakendum betur á myndavélar sínar. Útskýrð verða öll helstu tæknilegu atriðin og áhrif þeirra á lýsingu myndar, t.d. hraði og ljósop, White Balance, Iso, dýptarskerpa  og fl. Ef þú átt DSLR vél, tekur alltaf á AUTO og vilt ná meiru út úr myndavélinni þinni, þá er þetta námskeið fyrir þig.
Þriðjudagur 5. febrúar kl. 19:00 – 22:00.
Fimmtudagur 7. febrúar. kl. 19:00 - 22:00.
Þriðjudagur 12. febrúar. kl. 19:00-22:00.
Verð aðeins kr. 5,000.-

Taktu betri myndir
er námskeið þar sem farið er í hagnýt atriði ljósmyndunar og nálgun á mismunandi viðfangsefni. Fjallað verður um landslags- og náttúrumyndatökur, barna- og fjölskyldumyndatökur, nálgun út frá sjónarhorni, myndbygginu og margt fleira.
Fimmtudagur 14. febrúar kl. 19:00 – 22:00.
Þriðjudagur 19. febrúar. kl. 19:00 - 22:00.
Verð aðeins kr. 5,000.-

Myndvinnsla með Lightroom
Tveggja kvölda grunnnámskeið í Lightroom, einu vinsælasta myndvinnsluforriti samtímans. Nemendur mæta sjálfir með eigin fartölvur með forritinu uppsettu. Hægt er að nálgast 30 daga prufuútgáfu á vef Adobe.com.
Lightroom er fremur einfalt í notkun og er notað jafn af atvinnumönnum sem áhugafólki í ljósmyndun.
Fyrri tíminn verður þriðjudaginn 26. febrúar og seinni tíminn 28 febrúar frá kl. 19-22 bæði kvöldin.Verð aðeins kr. 10.000.-

Þátttaka á öllum námskeiðunum verður takmörkuð við einungis 8-10 manns á hvert námskeið svo hægt verði að sinna betur þörfum hvers þátttakanda.
Skráning á námskeiðin er hjá Ljósmyndastofu Oddgeirs í síma 421 6556 eða [email protected] eða [email protected]


Ellert Grétarsson hefur getið sér gott orð sem náttúru- og landslagsljósmyndari og unnið til alþjóðlegra verðlauna á því sviði. Myndir hans af náttúru Íslands hafa vakið athygli víða og m.a. birst hjá National Geographic.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Oddgeir Karlsson lauk ljósmyndanámi við Art Institute of Fl árið 1993 og Meistaranámi frá FS árið 2000. Hann hefur um árabil rekið eigin ljósmyndastofu í Njarðvík við góðan orðstýr.