Ný línuleið og jarðstrengur eftir 8 – 10 ár
Hitaveita Suðurnesja hefur gert samkomulag við Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd þess efnis að leggja allt að 2 km langan jarðstreng í stað háspennulínu frá virkjuninni á Reykjanesi innan 8 – 10 ára. Í kjölfar samkomulagsins hefur verið leitað til Skipulagsstofnunar um samþykki fyrir nýrri leið fyrir loftlínuna sem mun flytja orku frá virkjuninni þar til jarðstrengurinn verður lagður.
Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillöguna sem gerir ráð fyrir að línan verði lögð með austurhlíð Sýrfells suður að skarðinu á milli Sýrfells og Sýrfellsdraga. Þar verður línan lögð vestur um skarðið að spennuvirki Reykjanesvirkjunar.
Með þessu fyrirkomulagi mun línan liggja lægra í landinu og nær iðnaðarsvæðinu en fyrri áform gerðu ráð fyrir. Svæðinu sem línunni er ætlað að fara um hefur þegar verið raskað með vegi og vatnslögn. Umhverfisrask vegna vegaslóða o.þ.h. verður því óverulegt.
Samkvæmt samkomulagi Hitaveitu Suðurnesja, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Landverndar verður allt að 2 km af loftlínunni skipt út með jarðstreng innan 8 – 10 ára svo fremi sem rannsóknir á jarðskjálftavirkni og yfirborðsjarðhita leiði ekki í ljós að slíkt sé tæknilega óframkvæmanlegt, segir í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands.
Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillöguna sem gerir ráð fyrir að línan verði lögð með austurhlíð Sýrfells suður að skarðinu á milli Sýrfells og Sýrfellsdraga. Þar verður línan lögð vestur um skarðið að spennuvirki Reykjanesvirkjunar.
Með þessu fyrirkomulagi mun línan liggja lægra í landinu og nær iðnaðarsvæðinu en fyrri áform gerðu ráð fyrir. Svæðinu sem línunni er ætlað að fara um hefur þegar verið raskað með vegi og vatnslögn. Umhverfisrask vegna vegaslóða o.þ.h. verður því óverulegt.
Samkvæmt samkomulagi Hitaveitu Suðurnesja, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Landverndar verður allt að 2 km af loftlínunni skipt út með jarðstreng innan 8 – 10 ára svo fremi sem rannsóknir á jarðskjálftavirkni og yfirborðsjarðhita leiði ekki í ljós að slíkt sé tæknilega óframkvæmanlegt, segir í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands.