Ný dögun í Keflavíkurkirkju
Í dag, þriðjudaginn 24. janúar kl. 18:30 verður fjallað um sorg og sorgarviðbrögð í Keflavíkurkirkju. Gestir frá Nýrri dögun koma í heimsókn og rætt verður um þessar erfiðu en óhjákvæmilegu hliðar tilverunnar.
Í framhaldi verður efnt til stuðningshópastarfs í kirkjunni sem starfar á þriðjudögum milli kl. 18:30 og 20:00. Nánari upplýsingar er að fá hjá sóknarpresti, [email protected]