Nú skulu þeir greiða sem liðið hafa fyrir Nikkelsvæðið
Ég get ekki orða bundist yfir framkomu ríkisvaldsins vegna sölu á landspildu nokkurri sem gengur undir nafninu Nikkelsvæði. Á sínum tíma var þetta land tekið eignarnámi af ríkisvaldinu og greiddir smáaurar til landeiganda. Þessi tunga sem sker í sundur Njarðvík og Keflavík hefur haft mikið óhagræði í skipulagsmálum þessara sveitarfélaga sem nú hafa sameinast. Ef allt væri til talið skiptir það hundruðum milljóna króna.Neðra svæði þessa skika var skilað til Njarðvíkurbæjar á sínum tíma, ekkert heyrðist um greiðslur fyrir þann hluta og geri ég ráð fyrir að þær hafi verið litlar eða engar. Nú hefur ríkisvaldið sýnt okkur þakklætið fyrir afnotin af efra svæðinu og boðið út til hæstbjóðanda. Samkvæmt fyrirliggjandi tilboði mun þetta kosta u.þ.b. eina milljón króna á íbúð. Ég hefði talið vel við hæfi að ríkisvaldið afhenti Reykjanesbæ þetta land til afnota og jafnvel greitt skaðabætur vegna þess kostnaðar sem sveitarfélagið hefur orðið fyrir. Nei í stað þess hefur ríkisvaldið dregið lappirnar með að afhenda svæðið í að m.k. tíu ár og þetta eru herlegheitin sem okkur er boðið uppá. Ég spyr hvenær verður Stokksnesið boðið út? Lengi hefur ljóst verið að Reykjanesið hefur verið olnbogabarn þessarar þjóðar, en nú er nóg komið. Dugleysi stjórnmálamanna á þessu svæði er nú fullkomnað.
Á fundi sem haldinn var í Stapa vegna Reykjanesbrautarinnar þar sem Suðurnesjamenn sýndu samstöðu og hröktu stjórnmálamenn til aðgerða var lögð fyrir þá spurning um hvort Suðurnes teldust til landsbyggðar eða til Stór Reykjavíkursvæðisins og viti menn það gat enginn af þessum háu herrum svarað spurningunni. Jú þeir töluðu og töluðu en enginn gat svarað spurningunni málefnalega. Gamla lumman þið hafið herinn er nú senn að líða undir lok. Og ekki er ein báran stök í þessum gjörningi því ríkið er búið að murka hundruðir milljóna króna út úr NATO fyrir þrif á svæðinu og mun lóranstöðin á Öndverðarnesi hafa komið við sögu í þessum viðskiptum. Já nú skulu þeir sem liðu fyrir borga líka. Hvað með sjálfsvirðingu sveitarstjórnarmanna ætla þeir að láta þetta yfir okkur ganga? Er þrælsóttinn við “Double D” svona skelfilegur? Ég legg til að bæjarstjórn Reykjanesbæjar segi af sér í heilu lagi ef þeir ráða ekki fram úr þessu verkefni. Til vara geta þeir sagt af sér í mótmælaskyni.
Sturlaugur Ólafsson
Á fundi sem haldinn var í Stapa vegna Reykjanesbrautarinnar þar sem Suðurnesjamenn sýndu samstöðu og hröktu stjórnmálamenn til aðgerða var lögð fyrir þá spurning um hvort Suðurnes teldust til landsbyggðar eða til Stór Reykjavíkursvæðisins og viti menn það gat enginn af þessum háu herrum svarað spurningunni. Jú þeir töluðu og töluðu en enginn gat svarað spurningunni málefnalega. Gamla lumman þið hafið herinn er nú senn að líða undir lok. Og ekki er ein báran stök í þessum gjörningi því ríkið er búið að murka hundruðir milljóna króna út úr NATO fyrir þrif á svæðinu og mun lóranstöðin á Öndverðarnesi hafa komið við sögu í þessum viðskiptum. Já nú skulu þeir sem liðu fyrir borga líka. Hvað með sjálfsvirðingu sveitarstjórnarmanna ætla þeir að láta þetta yfir okkur ganga? Er þrælsóttinn við “Double D” svona skelfilegur? Ég legg til að bæjarstjórn Reykjanesbæjar segi af sér í heilu lagi ef þeir ráða ekki fram úr þessu verkefni. Til vara geta þeir sagt af sér í mótmælaskyni.
Sturlaugur Ólafsson