Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 9. desember 2002 kl. 09:25

Nú gleðjast Ungir

Ungir Jafnaðarmenn á Suðurnesjum lýsa yfir ánægju sinni með þá niðurstöðu sem fékkst á kjördæmisþingi nú á laugardaginn. Þar kom í ljós að Brynja Magnúsdóttir formaður UJ á Suðurnesjum mun skipa 5.sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Þetta er mikill heiður og sigur fyrir UJ þar sem þeir sóttust fast eftir þessu sæti. Ungir jafnaðarmenn fjölmenntu á kjördæmisþingið nú 7.des, sem haldið var í Festi, Grindavík, til að sýna styrk sinn á borði en ekki bara í orði. Alls mátti Samfylkingin á Suðurnesjum senda inn 80 fulltrúa og þar af var „kvóti“ UJ um 20-30. Í heildina voru úr öllu kjördæminu 80 þingfulltrúar og af þeim 20 ungir jafnaðarmenn af Suðurnesjum. Verður því að segjast að góð aflabrögð hafi verið meðal ungra. Einnig voru kosnar í ýmsar nefndir á þinginu og létu ungir sitt ekki eftir liggja: Brynja Magnúsdóttir er aðalmaður í flokkstjórn, Steinþór Geirdal er varamaður í flokkstjórn, Rósa María Óskarsdóttir er aðalmaður í kjördæmisráði og Hilmar Kristinsson er varamaður í kjördæmisráði. UJ hefur með þessu tryggt sitt samstarf með „hinum eldri“ og sýnir það hversu breið fylking Samfylkingin er. Allir aldurshópar vinna saman og skila sínu til að tryggja flokknum gott kjörgengi.
Nú eru framundan skemmtilegir tímar þar sem tveir einstaklingar í fimm efstu sætunum eru ungir jafnaðarmenn. Björgvin í 3.sæti og Brynja í 5.sæti. Við höfum fyrir miklu að berjast þar sem raddir okkar unga fólksins hafa nú loksins málpípur í kjördæminu og möguleika á að heyrast inn á Alþingi. Starfið er rétt að hefjast og við hvetjum alla áhugasama að skoða heimasíðu ungra www.politik.is, þar er jafnframt hægt að skrá sig í UJ eða hægt að nálgast upplýsingar um stjórn UJ á Suðurnesjum. Hafið samband við okkur og starfið með okkur því baráttan er hafin. Áfram Samfylkingin!

Ungir Jafnaðarmenn á Suðurnesjum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024