Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Niður með hávaðann
Mánudagur 17. október 2005 kl. 10:30

Niður með hávaðann

Evrópska vinnuverndarvikan er sameiginlegt átak Evrópuþjóða þar sem sjónum er ár hvert beint að ákveðnum verkefnum í vinnuverndarmálum með það fyrir augum að auka vellíðan fólks við störf.

Að þessu sinni beininst átakið að hávaða á vinnustöðum en hann getur verið afar hættulegur, þar sem heyrnartjón af völdum hávaða er ólæknandi.
Hávaðinn er mjög lúmskur óvinur þar sem hann getur haft skaðleg áhrif, þó hann sé ekki mikill, þar sem langvarandi inntaka hávaða getur skert heyrn.

Vinnueftirlitið tekur þátt í átakinu um allt land með því að bjóða ókeypis hávaðamælingar á vinnustöðum í vikunni 24. til 28. oktober næst komandi.

Við hvetjum vinnustaði á Suðurnesjum að hafa samband við skrifstofuna og panta okkur til að mæla, ef grunur leikur á, að hávaði geti verið skaðlegur á vinnustaðnum.

Siminn er 421-1002 og er afgreiðslutími 8.15 til 12.00 alla virka daga.

Vinnueftirlitið á Reykjanesi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024