„Nefndin lagði ekki stein í götu eins eða neins“
- segir Ellert Eiríksson í grein sem birtist í Víkurfréttum í dag.
Að undanförnu hefur verið mikil umræða um störf og tillögu Kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um skipan framboðslistans í næstu Alþingiskosningum. Í þeirri umræðu hef ég fengið spurningar og fullyrðingar sem ekki eru í takt við raunveruleikann. Sumar hverjar byggðar á vanþekkingu svo sem:
„Afar slakt gengi Suðurnesjamanna á listanum miðað við hvað við erum fjölmenn.“
Nefndin og störf hennar eru ekki hafin yfir gagnrýni, við búum í opnu samfélagi og það er eðlilegt að sitt sýnist hverjum. En ég tel mér eigi að síður rétt og skylt að koma eftirfarandi á framfæri. # Suðurkjördæmi nær frá Höfn í Hornafirði í austri að Garðskaga í vestri
# Í Suðurkjördæmi eru 22 sveitarfélög, 5 á Suðurnesjum en 17 á Suðurlandi
# Íbúar í Suðurkjördæmi eru um 40 þúsund, 16 þúsund á Suðurnesjum en 24 þúsund á
Suðurlandi.
# Suðurkjördæmi nær yfir Skaftafellssýslu;Rangárvallasýslu, Vestmannaeyjar, Árnessýslu og Reykjanesskagan sunnan Hafnarfjarðar.
# Suðurkjördæmi hefur hluta eldri kjördæma svo sem Austurlandskjördæmis og Reykjaneskjördæmis svo og allt Suðurlandskjördæmi innan sinna marka.
Kjörnefnd
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins er æðsta vald í málefnum flokksins í kjördæminu og í því eiga sæti 164 einstaklingar búsettir vítt og breitt um kjördæmið. Ráðið kýs 10 fulltrúa í kjörnefnd sem ásamt 9 sjálfkjörnum fulltrúum mynda 19 manna nefnd sem fær það hlutverk að leggja fram tillögu að framboðslista fyrir næstu Alþingiskosningar. Tillöguna skal leggja fyrir þing Kjördæmisráðs sem tekur endanlega ákvörðun um framboðslistann (fundurinn í Stapa).
Störf
Kjörnefndin er sjálfstæð í störfum og tekur ekki fyrirmæli frá öðrum en hlustar eftir skoðunum. Hún setur sér sjálf vinnureglur, fær tillögur um fólk sem þykir koma til greina á listann, annaðhvort frá viðkomandi sjálfum eða stuðningsmönnum. Kjörnefndarmenn koma einnig með tillögur. Rætt er við alla þá aðila sem til greina koma um hvort þeir gefi kost á sér, nokkrir segja nei, flestir segja já, nokkrir með skilyrðum og gera grein fyrir afstöðu sinni. Einstaka aðilar sem keppa um efstu sæti hafa frumkvæði og ræða persónulega við kjörnefndarmenn og koma skoðunum sínum á framfæri í einkasamtölum. Allt er eðlilegt og jákvætt við slíkt og gerir kjörnefndarmenn hæfari og betur undirbúna til ákvarðanatöku.
Fyrsta sæti
Við ákvarðanatöku hefur nefndin til hliðsjónar búsetudreifingu, aldursdreifingu, hlutfall karla og kvenna svo og viðhorf frambjóðenda sjálfra.
Öll ákvarðanataka í nefndinni fer fram með skriflegri atkvæðagreiðslu að undangenginni ýtarlegri umræðu. Við val á frambjóðanda td. í fyrsta sæti koma allir til greina sem gefa kost á sér í það sæti.
Atkvæðagreiðslan fer fram með þeim hætti að hver nefndarmaður skrifar eitt nafn á atkvæða seðil. Þá fer fram talning og sá sem fær fæst atkvæði dettur út. Í næstu umferð koma allir til greina nema sá sem datt út. Sama aðferð er notuð, hver nefndarmaður skrifar eitt nafn á atkvæðaseðil. Þá fer fram talning og sá sem fær fæst atkvæði dettur út. Svona er haldið áfram koll af koll þar til tveir standa eftir og er þá kosið á milli þeirra um hvor skipi fyrsta sæti. Í samræmi við niðurstöðu byggða á úrslitum atkvæðagreiðslu og þeirri vinnu sem á undan er gengin leggur formaður fram sérstaka tillögu "ég legg til að sá aðili sem hlaut flest atkvæði skipi fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í Alþingiskosningunum 10.maí 2003."
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Annað til áttunda sæti
Sama vinnuaðferð og við val í fyrsta sæti, nú koma til viðbótar aðilar sem ekki gáfu kost á sér í fyrsta sæti og út falla þeir sem aðeins gáfu kost á sér í fyrsta sæti og náðu ekki kjöri. Valið er í hvert sæti sérstaklega, nú er tekið frekara tillit til búsetu. Í samræmi við úrslit í atkvæðagreiðslu leggur formaður fram sérstaka tillögu, með nákvæmlega sama hætti og áður.
Allar tillögur formanns um hverjir skipi 2,3,4,5,6,7og 8.sæti eru samþykktar samhljóða.
Níunda til tuttugasta sæti
Hér er unnin ein tillaga sem kjörnefnd greiðir atkvæði um í heild. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Engin kjörnefndarmaður fær að koma nálægt ákvarðanatöku og atkvæðagreiðslu ef hann gefur kost á sér til setu á listanum.
Skref fyrir skref
Kjörnefndin var tæpa tvo mánuði að störfum, nefndin ræddi ítarlega um hvert skref sem tekið var í vinnuferlinu, mikil áhersla var lögð á allan tímann að gæta vandvirkni í hvívetna og að jafnræðisreglan væri í hávegum höfð.
Við störf sín eru kjörnefndarmenn hver og einn eingöngu bundnir samfæringu sinni
sem og allir menn þegar þeir greiða atkvæði hvort sem það er í félagasamtökum eða td.í kosningum til Alþingis. Engin maður er skyldugur að greina frá afstöðu sinni sem hann tekur í skriflegri atkvæðagreiðslu nema hann kjósi sjálfur. Af þeirri einföldu ástæðu er engin ein sameiginleg skýring á niðurstöðu og tillögu kjörnefndar.
Kjördæmisráðsþing
Kjörnefndin lagði tillögu sína fram á þinginu í Stapa 30. nóv. sl. svo sem fyrirmælt var.
19 kjörnefndarmenn samþykktu að leggja tillöguna fram. 16 athugasemdalaust en
2 með fyrirvara um að styðja breytingartillögu ef til kæmi og einn nefndarmaður boðaði breytingartillögu sem lögð yrði fyrir Kjördæmisþingið.
Hér er um mjög eðlilega afstöðu og fullkomin rétt þessara einstakling ræða, að leggja breytingatillögu fyrir þingið og láta það úrskurða. Tillögur þeirra og annarra eru jafn réttháar fyrir þinginu og tillaga kjörnefndar.
Eins og flestum er kunnugt mættu 158 fulltrúar til þings af 164 sem áttu seturétt.
Þingheimi var gerð grein fyrir störfum nefndarinnar, breytingatillögur voru lagðar fram við tillögu kjörnefndar og opin og hreinskiptin skoðanaskipti áttu sér stað.
Niðurstaða varð að breytingartillögur komu við skipan í 3.og 4. sæti listans.
Tillögurnar náðu ekki fram að ganga og féllu báðar.Tillaga kjörnefndar var síðan borin upp og samþykkt. Þar með höfðu réttir aðilar, aðeins bundnir sinni eigin sanfæringu úrskurðað í skriflegri atkvæðagreiðslu svo sem lög Kjördæmisráðsins kveða á um. Þann úrskurð ber að virða.
Lokaorð
Kjörnefnd var falið ákaflega vandasamt og vanþakklátt verk. Nefndarmenn gerðu sér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem starfanum fylgdi, svo og að tillaga nefndarinnar mundi ekki falla öllum í geð. Nefndin var sjálfstæð í störfum sínum og allar getgátur um að fyrirmæli hafi komið frá flokksforustunni eru út í hött. Allir aðilar geta verið þess fullvissir að kjörnefndin starfaði af fagmennsku og trúnaði og lagði metnað í störf sín með heildarhagsmuni Suðurkjördæmis og Sjálfstæðisflokksins að leiðarljósi.
Ég hef oft verið spurður í mínu pólitíska starfi af fjölmiðlamönnum: Hvað þurfa góðir stjórnmálamenn að hafa til brunns að bera? Svarið er, að segja ávalt satt sama hve sannleikurinn er sár og hitt að slá sig ekki til riddara á annarra kostnað.
Ég tel að kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafi viðhaft vinnubrögð í samræmi við þessi markmið, nefndin lagði ekki stein í götu eins eða neins. Kjörnefndarmenn allir sem einn eiga virðingu og vináttu mína nú í verklok.
Ellert Eiríksson
formaður kjörnefndar
Að undanförnu hefur verið mikil umræða um störf og tillögu Kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um skipan framboðslistans í næstu Alþingiskosningum. Í þeirri umræðu hef ég fengið spurningar og fullyrðingar sem ekki eru í takt við raunveruleikann. Sumar hverjar byggðar á vanþekkingu svo sem:
„Afar slakt gengi Suðurnesjamanna á listanum miðað við hvað við erum fjölmenn.“
Nefndin og störf hennar eru ekki hafin yfir gagnrýni, við búum í opnu samfélagi og það er eðlilegt að sitt sýnist hverjum. En ég tel mér eigi að síður rétt og skylt að koma eftirfarandi á framfæri. # Suðurkjördæmi nær frá Höfn í Hornafirði í austri að Garðskaga í vestri
# Í Suðurkjördæmi eru 22 sveitarfélög, 5 á Suðurnesjum en 17 á Suðurlandi
# Íbúar í Suðurkjördæmi eru um 40 þúsund, 16 þúsund á Suðurnesjum en 24 þúsund á
Suðurlandi.
# Suðurkjördæmi nær yfir Skaftafellssýslu;Rangárvallasýslu, Vestmannaeyjar, Árnessýslu og Reykjanesskagan sunnan Hafnarfjarðar.
# Suðurkjördæmi hefur hluta eldri kjördæma svo sem Austurlandskjördæmis og Reykjaneskjördæmis svo og allt Suðurlandskjördæmi innan sinna marka.
Kjörnefnd
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins er æðsta vald í málefnum flokksins í kjördæminu og í því eiga sæti 164 einstaklingar búsettir vítt og breitt um kjördæmið. Ráðið kýs 10 fulltrúa í kjörnefnd sem ásamt 9 sjálfkjörnum fulltrúum mynda 19 manna nefnd sem fær það hlutverk að leggja fram tillögu að framboðslista fyrir næstu Alþingiskosningar. Tillöguna skal leggja fyrir þing Kjördæmisráðs sem tekur endanlega ákvörðun um framboðslistann (fundurinn í Stapa).
Störf
Kjörnefndin er sjálfstæð í störfum og tekur ekki fyrirmæli frá öðrum en hlustar eftir skoðunum. Hún setur sér sjálf vinnureglur, fær tillögur um fólk sem þykir koma til greina á listann, annaðhvort frá viðkomandi sjálfum eða stuðningsmönnum. Kjörnefndarmenn koma einnig með tillögur. Rætt er við alla þá aðila sem til greina koma um hvort þeir gefi kost á sér, nokkrir segja nei, flestir segja já, nokkrir með skilyrðum og gera grein fyrir afstöðu sinni. Einstaka aðilar sem keppa um efstu sæti hafa frumkvæði og ræða persónulega við kjörnefndarmenn og koma skoðunum sínum á framfæri í einkasamtölum. Allt er eðlilegt og jákvætt við slíkt og gerir kjörnefndarmenn hæfari og betur undirbúna til ákvarðanatöku.
Fyrsta sæti
Við ákvarðanatöku hefur nefndin til hliðsjónar búsetudreifingu, aldursdreifingu, hlutfall karla og kvenna svo og viðhorf frambjóðenda sjálfra.
Öll ákvarðanataka í nefndinni fer fram með skriflegri atkvæðagreiðslu að undangenginni ýtarlegri umræðu. Við val á frambjóðanda td. í fyrsta sæti koma allir til greina sem gefa kost á sér í það sæti.
Atkvæðagreiðslan fer fram með þeim hætti að hver nefndarmaður skrifar eitt nafn á atkvæða seðil. Þá fer fram talning og sá sem fær fæst atkvæði dettur út. Í næstu umferð koma allir til greina nema sá sem datt út. Sama aðferð er notuð, hver nefndarmaður skrifar eitt nafn á atkvæðaseðil. Þá fer fram talning og sá sem fær fæst atkvæði dettur út. Svona er haldið áfram koll af koll þar til tveir standa eftir og er þá kosið á milli þeirra um hvor skipi fyrsta sæti. Í samræmi við niðurstöðu byggða á úrslitum atkvæðagreiðslu og þeirri vinnu sem á undan er gengin leggur formaður fram sérstaka tillögu "ég legg til að sá aðili sem hlaut flest atkvæði skipi fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í Alþingiskosningunum 10.maí 2003."
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Annað til áttunda sæti
Sama vinnuaðferð og við val í fyrsta sæti, nú koma til viðbótar aðilar sem ekki gáfu kost á sér í fyrsta sæti og út falla þeir sem aðeins gáfu kost á sér í fyrsta sæti og náðu ekki kjöri. Valið er í hvert sæti sérstaklega, nú er tekið frekara tillit til búsetu. Í samræmi við úrslit í atkvæðagreiðslu leggur formaður fram sérstaka tillögu, með nákvæmlega sama hætti og áður.
Allar tillögur formanns um hverjir skipi 2,3,4,5,6,7og 8.sæti eru samþykktar samhljóða.
Níunda til tuttugasta sæti
Hér er unnin ein tillaga sem kjörnefnd greiðir atkvæði um í heild. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Engin kjörnefndarmaður fær að koma nálægt ákvarðanatöku og atkvæðagreiðslu ef hann gefur kost á sér til setu á listanum.
Skref fyrir skref
Kjörnefndin var tæpa tvo mánuði að störfum, nefndin ræddi ítarlega um hvert skref sem tekið var í vinnuferlinu, mikil áhersla var lögð á allan tímann að gæta vandvirkni í hvívetna og að jafnræðisreglan væri í hávegum höfð.
Við störf sín eru kjörnefndarmenn hver og einn eingöngu bundnir samfæringu sinni
sem og allir menn þegar þeir greiða atkvæði hvort sem það er í félagasamtökum eða td.í kosningum til Alþingis. Engin maður er skyldugur að greina frá afstöðu sinni sem hann tekur í skriflegri atkvæðagreiðslu nema hann kjósi sjálfur. Af þeirri einföldu ástæðu er engin ein sameiginleg skýring á niðurstöðu og tillögu kjörnefndar.
Kjördæmisráðsþing
Kjörnefndin lagði tillögu sína fram á þinginu í Stapa 30. nóv. sl. svo sem fyrirmælt var.
19 kjörnefndarmenn samþykktu að leggja tillöguna fram. 16 athugasemdalaust en
2 með fyrirvara um að styðja breytingartillögu ef til kæmi og einn nefndarmaður boðaði breytingartillögu sem lögð yrði fyrir Kjördæmisþingið.
Hér er um mjög eðlilega afstöðu og fullkomin rétt þessara einstakling ræða, að leggja breytingatillögu fyrir þingið og láta það úrskurða. Tillögur þeirra og annarra eru jafn réttháar fyrir þinginu og tillaga kjörnefndar.
Eins og flestum er kunnugt mættu 158 fulltrúar til þings af 164 sem áttu seturétt.
Þingheimi var gerð grein fyrir störfum nefndarinnar, breytingatillögur voru lagðar fram við tillögu kjörnefndar og opin og hreinskiptin skoðanaskipti áttu sér stað.
Niðurstaða varð að breytingartillögur komu við skipan í 3.og 4. sæti listans.
Tillögurnar náðu ekki fram að ganga og féllu báðar.Tillaga kjörnefndar var síðan borin upp og samþykkt. Þar með höfðu réttir aðilar, aðeins bundnir sinni eigin sanfæringu úrskurðað í skriflegri atkvæðagreiðslu svo sem lög Kjördæmisráðsins kveða á um. Þann úrskurð ber að virða.
Lokaorð
Kjörnefnd var falið ákaflega vandasamt og vanþakklátt verk. Nefndarmenn gerðu sér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem starfanum fylgdi, svo og að tillaga nefndarinnar mundi ekki falla öllum í geð. Nefndin var sjálfstæð í störfum sínum og allar getgátur um að fyrirmæli hafi komið frá flokksforustunni eru út í hött. Allir aðilar geta verið þess fullvissir að kjörnefndin starfaði af fagmennsku og trúnaði og lagði metnað í störf sín með heildarhagsmuni Suðurkjördæmis og Sjálfstæðisflokksins að leiðarljósi.
Ég hef oft verið spurður í mínu pólitíska starfi af fjölmiðlamönnum: Hvað þurfa góðir stjórnmálamenn að hafa til brunns að bera? Svarið er, að segja ávalt satt sama hve sannleikurinn er sár og hitt að slá sig ekki til riddara á annarra kostnað.
Ég tel að kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafi viðhaft vinnubrögð í samræmi við þessi markmið, nefndin lagði ekki stein í götu eins eða neins. Kjörnefndarmenn allir sem einn eiga virðingu og vináttu mína nú í verklok.
Ellert Eiríksson
formaður kjörnefndar