Nauðvörn Sjálfstæðismanna
„Nú í lok ársins er mér efst í huga sú nauðvörn sem Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ hefur ákveðið að grípa til í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. Mér finnst ótrúlega lítið gert úr því fólki sem hefur verið í forystu flokksins og var tilbúið til þess að axla meiri ábyrgð. Skilaboðin til þessa fólks eru skýr. Það er ekki þess verðugt að leiða listann og nauðsynlegt að sækja forystuna annað“. Þetta segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Víkurfréttum í fyrramálið þegar hann er spurður um það minnisstæðasta frá árinu 2001. Nánar á morgun í Víkurfréttum og hér á Netinu.