Nám á vegum MSS og VSFK
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í samstarfið við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis býður upp á nám fyrir félagsmenn VSFK. Boðið er upp á lesblindugreiningar og námskeið fyrir þá sem eiga við lestrarerfiðleika að glíma. Einnig er boðið upp á Grunnmennta- og landnemaskólann.
Grunnmenntunarskólinn á að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni í vinnu. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni.
Námið er ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði, eldri en 20 ára og með stutta formlega skólagöngu. Hægt er að fá 24 einingar metnar inn í framhaldsskóla. Tilgangur Landnemaskólans er að auðvelda fólki af erlendum uppruna aðlögun að íslenskum vinnumarkaði og samfélagi.
Í náminu er lögð áhersla á íslenskt talmál og nytsama samfélagsfræði. Hægt er að fá 10 einingar metnar inn í framhaldsskóla.
Þeir sem vilja kynna sér námið geta haft samband í síma 421 7500.
Grunnmenntunarskólinn á að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni í vinnu. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni.
Námið er ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði, eldri en 20 ára og með stutta formlega skólagöngu. Hægt er að fá 24 einingar metnar inn í framhaldsskóla. Tilgangur Landnemaskólans er að auðvelda fólki af erlendum uppruna aðlögun að íslenskum vinnumarkaði og samfélagi.
Í náminu er lögð áhersla á íslenskt talmál og nytsama samfélagsfræði. Hægt er að fá 10 einingar metnar inn í framhaldsskóla.
Þeir sem vilja kynna sér námið geta haft samband í síma 421 7500.