Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Nærið barnið rétt frá unga aldri
Föstudagur 6. apríl 2012 kl. 14:47

Nærið barnið rétt frá unga aldri


Rætur tanna eru meðal þess sem við fengum í vöggugjöf og mjög mikilvægt að ungbörn drekki brjóstamjólk eins lengi og hægt er. Rannsóknir sýna að börn sem fá brjóstamjólk í lengri tíma en eitt ár standa sig betur í námi og þroskast betur líkamlega en börn sem fá brjóstamjólk í skemmri tíma. Barnamauk eða sérvalinn matur er ekki nauðsynlegur fyrsta árið. Þess verður að gæta að gefa börnum ekki of stóra bita því næringarefni með hýði geta staðið í þeim. Í þessu samhengi er sérlega mikilvægt að nefna að ungbörn eiga alls ekki að borða pylsur með görn. Annað sem ætti að forðast á fyrstu tveimur aldursárunum eru belgjurtir, djúpsteiktur matur og brauðskorpa. Að öðru leyti ættu eins árs börn að taka þátt í matartímanum með fjölskyldunni og borða mat þar sem ferlið við að læra að tyggja og bíta er nauðsynlegt til að þroska kjálka og góm. Séu börn mötuð lengi með næringu á borð við mauk og smábarnagrauta eða látin sjúga mikið fingur eða pela getur það skemmt tennur og stöðu þeirra í munni. Myndun tannglerungs á tannkrónum fullorðinstanna á sér stað frá blautu barnsbeini. Á þeim tíma er sérstaklega mikilvægt að börn fái nóg af kalsíum, fosfór og D-vítamíni. Þessi næringarefni hafa mikil áhrif á myndun og samsetningu tannglerungs. Börn fá öll þessi nauðsynlegu efni úr ferskum ávöxtum, grænmeti, heilhveitivörum, mjólk, kjöti og fiski. Börn þurfa líka að drekka nóg. Börn upp að 10 ára aldri þurfa að drekka einn til tvo lítra af vökva á dag en meira ef þau hreyfa sig mikið eða hlýtt er í veðri.


Við þorsta er best að fá sér hreint bergvatn en sýruríka drykki eins og ávaxtate og djús ætti ekki að drekka mjög oft. Þarmarnir eru ekki fullþroskaðir fyrr en á tíunda aldursári. Drykkja mjólkur er ekki æskileg því mörg börn fá magaverk, niðurgang eða uppköst þegar þau drekka mikla mjólk. Drykki sem innihalda sykur eða sýru, svo sem gos, djús og íste, ætti að forðast. Aðeins eldri unglingar ættu að hafa aðgang að koffínríkum drykkjum. Melting hefst í munninum, þar sem tennurnar mylja næringu, munnvatnið þynnir hana og skipting kolvetna fer af stað. Í gegnum vélinda kemst næringin í magann en þar geymist hún þangað til að hún fer í skeifugörnina í litlum bitum, sem eru minni en þrír millimetrar. Það skiptir litlu máli hvort við borðum brauð, spagettí eða ávexti, nánast öll kolvetni breytast í glúkósa. Hvítur sykur fer hins vegar óbreyttur í gegnum munn, háls og maga og endar í mjógörninni þar sem brissafi úr briskirtli og slímhúð þarma skiptir glúkósahlutunum. Glúkósi fer út í blóðið í gegnum slímhúð þarmanna. Því meira sem er af honum í blóðinu, því meira insúlín framleiðir briskirtillinn. Þannig kemst „eldsneyti“ úr blóðinu í frumuvefi þar sem það verður geymt. Þrátt fyrir það geta lifur og magi bara geymt ákveðið magn af glúkósa, afgangurinn endar sem „spik á mjöðmum“ eins og hvert orkugefandi næringarefni.


Hér byrjar í rauninni glíman við offitu sem hefur verið vandamál margra á síðustu 15 árum. Segja má að offita sé 15% genatengd, 25% megi rekja til sorgar og ótta og 60% til álags og streitu. Í stað þess að láta neikvæð orð falla um „þau feitu“ væri ráðlegt að styðja þétt við bakið á þeim einstaklingum sem eiga við offituvandamál að stríða og aðstoða þá við að búa til dagsáætlun allrar fjölskyldunnar í átt að bættri næringu, heilsu og vellíðan.


Gott er að slík áætlun byrji á sameiginlegum morgunverði og næringarríkum hádegismat allra fjölskyldumeðlima hvort sem þeir eru í vinnu eða í skóla. Á kvöldin ættu svo máltíðir að vera léttar á borð við súpu eða salat. Holl næring og dagleg samvera fjölskyldumeðlima krefst að sjálfsögðu góðrar skipulagningar í krefjandi hraða samfélags sem er stöðugt að taka breytingum og gerir sífellt auknar kröfur til einstaklinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Birgitta Jónsdóttir Klasen