Myndi velja menntamála- eða iðnaðarráðuneytið
- segir Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknarflokksins
Mikið hefur verið rætt um það hér á Suðurnesjum að kominn sé tími til að Suðurnesjamenn eignist ráðherra í ríkisstjórn. Tveir menn hafa helst verið nefndir í því sambandi, þeir Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknarflokksins og Árni Ragnar Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarmyndunarviðræður eru nú á milli stjórnarflokkanna og samkvæmt heimildum Víkurfrétta ganga þær viðræður vel. Hjálmar Árnason sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hefði orðið var við stuðning frá íbúum Suðurnesja síðustu daga og að hann væri ánægður með það. „Ég er náttúrulega annar þingmaður flokksins í kjördæminu og það veikir lítillega stöðu mína. En nú standa yfir viðræður milli stjórnarflokkanna og það er verið að vinna grunnvinnuna. Þegar það er búið verður hafist handa við að skipta ráðuneytum niður og þegar því er lokið verður farið að ræða um einstaklinga.“
Þegar Hjálmar er spurður að því hvaða ráðuneyti hann myndi velja sér, ef sú staða væri uppi svarar hann að orku- og menntamál séu ofarlega í huganum. „Ég fór inn á þing sem skólamaður og menntamál hafa eðlilega verið mér ofarlega í huga. Ég hef einnig unnið mikið að orkumálum og þá sérstaklega hvað varðar vetnið og ég hef mikinn áhuga á þeim málaflokki,“ sagði Hjálmar í samtali við Víkurfréttir.
VF-ljósmynd: Hjálmar ásamt Valgerði eiginkonu sinni á kjörstað sl. laugardag.
Mikið hefur verið rætt um það hér á Suðurnesjum að kominn sé tími til að Suðurnesjamenn eignist ráðherra í ríkisstjórn. Tveir menn hafa helst verið nefndir í því sambandi, þeir Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknarflokksins og Árni Ragnar Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarmyndunarviðræður eru nú á milli stjórnarflokkanna og samkvæmt heimildum Víkurfrétta ganga þær viðræður vel. Hjálmar Árnason sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hefði orðið var við stuðning frá íbúum Suðurnesja síðustu daga og að hann væri ánægður með það. „Ég er náttúrulega annar þingmaður flokksins í kjördæminu og það veikir lítillega stöðu mína. En nú standa yfir viðræður milli stjórnarflokkanna og það er verið að vinna grunnvinnuna. Þegar það er búið verður hafist handa við að skipta ráðuneytum niður og þegar því er lokið verður farið að ræða um einstaklinga.“
Þegar Hjálmar er spurður að því hvaða ráðuneyti hann myndi velja sér, ef sú staða væri uppi svarar hann að orku- og menntamál séu ofarlega í huganum. „Ég fór inn á þing sem skólamaður og menntamál hafa eðlilega verið mér ofarlega í huga. Ég hef einnig unnið mikið að orkumálum og þá sérstaklega hvað varðar vetnið og ég hef mikinn áhuga á þeim málaflokki,“ sagði Hjálmar í samtali við Víkurfréttir.
VF-ljósmynd: Hjálmar ásamt Valgerði eiginkonu sinni á kjörstað sl. laugardag.