Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 23. janúar 2001 kl. 09:37

Mótmælir vaxtahækkunum

Um sl. áramót voru vextir hækkaðir á lánum til leiguíbúða og á svokölluðum viðbótarlánum. Allir bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar lögðu fram bókun á fundi sem haldin var í síðustu viku, þar sem þeir mótmæltu þessum vaxtahækkunum og kröfðust þess að þær yrðu dregnar til baka.
Í hjálagðri greinargerð bæjarfulltrúa kemur fram að með þessum hækkunum er verið að leggja niður þann lánaflokk til leiguíbúða sem bar 1% vexti. Vextir á lánum voru fyrst hækkaðir í 3,2% , því næst 3,9% og nú í 4,9% en þessar hækkanir hafa átt sér stað á tveimur árum. Jafnframt hafa vextir verið hækkaðir á sérstökum viðbótarlánum vegna eignaríbúða, sem eru fyrir fólk sem býr við erfiðar aðstæður og hefur lágar tekjur. Þeir vextir eru nú orðnir hærri en almennir húsbréfvextir, eða 5,7%.
Hækkanirnar koma sérlega illa við fólk, sem er illa statt fyrir, að mati bæjarfulltrúa og þeir telja að þær komi einnig til með að hækka húsleigu verulega.
Í greinargerðinni segir orðrétt: „Það er því ljóst að sú aðstoð sem fólk fær hjá félagsmálastofnunum sveitarfélaga kemur til með að þurfa að hækka og líklegt að til slíkrar aðstoðar þurfi að koma í enn fleiri tilvikum eftir þá vaxtahækkun sem hér um ræðir. Þar með er enn verið að færa kostnað yfir þá sem minnst hafa fyrir, sem og sveitarfélögin í tilvikum þeirra sem alverst eru settir.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024