Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 19. febrúar 2004 kl. 11:48

Mótmæli við fyrirhugaðri hækkun raforkuverðs

Verði ný raforkulög samþykkt óbreytt á þingi og hugmyndir meirihluta “19 manna nefndar” um flutning og dreifingu raforku að veruleika, bendir flest til að 75% landsmanna muni þurfa að greiða amk. 10-20% hærra raforkuverð frá því sem nú er. Þetta er niðurstaða forsvarsmanna þriggja orkufyrirtækja sem veita þjónustu til 75% landsmanna.

Sem forsvarsmaður Reykjanesbæjar mótmæli ég þessari fyrirhuguðu hækkun á íbúa harðlega. Fulltrúar í bæjarráði Reyjanesbæjar hafa nýlega fjallað um tillögur að breytingum og lýsa einum rómi yfir miklum áhyggjum af auknum kostnaði sem sendur yrði á neytendur.

Orsök þessarar hækkunar virðist í megin atriðum vera sú að ríkið ætlar sér að ná auknum tekjum í gegnum óarðbær fyrirtæki,  á kostnað mikils meirihluta landsmanna. Það er algjörlega óviðunandi. Sé vilji til að lækka raforkuverð hjá litlum hluta landsmanna ber að gera það með öðrum leiðum en að senda reikning á 75% landsmanna í gegnum hærra raforkuverð.

Við treystum á að alþingi láti þetta ekki gerast!

Virðingafyllst,

Árni Sigfússon,
bæjarstjóri Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024