Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Molar með kaffinu í Vogum
Laugardagur 8. janúar 2022 kl. 06:52

Molar með kaffinu í Vogum

Nú eru blikur á lofti í frekari sameiningu á Reykjanesi eða Suðurnesjum.

Vogamenn ætla að bjóða í kaffispjall. Nú þurfa bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ að færa nágrönnum okkar eitthvað með kaffinu til að sýna jákvæða afstöðu til frekari sameiningar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrsta kakan gæti verið að byggja nýja bráðamóttöku spítala við framtíðar stoppistöð hraðlestar t.d nálægt Fitjum eða Innri-Njarðvík. Spítalinn í Keflavík yrði hjúkrunarheimili og heilsugæsla. Ríkið er búið að lofa peningum til að hjálpa til við frekari sameiningar.  

Önnur kaka gæti verið að byggja nýtt stjórnsýsluhús sem til að mynda verða bæjarskrifstofur Reykjanesborgar eða Suðurnesjaborgar og hafa það t.d. ofan Grænás þar sem sést vel yfir  byggðina  auk þess að sjá yfir í lönd Grindavíkur, Voga og Suðurnesjabæjar. Sýslumaður gæti verið þar líka. 

Þriðja kaka  gæti verið að flytja Fjölbrautaskólann upp í Ásbrú og styrkja það skólasamfélag enn frekar. Núverandi skóli gæti tekið við hugmyndum um Hlíðarskóla eða færslu Myllubakkaskóla.

Fjórða kaka. Nýja lögreglustöð upp við Reykjanesbraut. 

Ég hvet bæjarfulltrúa og bæjarstjóra að horfa  út fyrir Keflavík/Ytri-Njarðvík og sjá fyrir sér borgarsamfélag með mörgum skemmtilegum  hverfum. Sameinuð borg Suðurnesjamanna yrði í samkeppni við Hafnarfjörð um þriðja stærsta samfélag á landinu en íbúafjöldi er nánast sá sami í dag. Þó ekki náist nema ein sameining, t.d. Vogar og Grindavík eða annað, þá yrði það skref inn í betri framtíð fyrir alla íbúa svæðisins.

Gleðilegt ár.
Hjalti Örn Ólason,
Suðurnesjamaður.