Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

„Mokað á móti“
Fimmtudagur 7. október 2010 kl. 09:13

„Mokað á móti“


Að gefnu tilefni og í ljósi bókunnar bæjarstjóra Reykjanesbæjar um bókun okkar fulltrúa Samfylkingar í fjölskyldu- og félagsmálaráði þann 20.sept síðastliðinn í bæjarstjórn á þriðjudag teljum við rétt að gera örstutta athugasemd við bókun bæjarstjórans, þrátt fyrir lítinn vilja eða áhuga á að standa í sandkassapólitík af því tagi sem hann býður uppá með bókun sinni. En neyðumst til að „moka á móti „opinberlega, þar sem við, þrátt fyrir misskilning formanns fjölskyldu- og félagsmálaráðs í grein sinni á vef Víkurfrétta erum við ekki fulltrúar í bæjaráði eða bæjarstjórn og getum því ekki mætt þessari bókun á þeim vettvangi, en svörum fyrir okkur sjálf. En þökkum þó fyrir hina tímabundnu upphefð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarstjórinn segir engar tillögur hafa verið lagðar fram á fundinum og dregur þar með þá ályktun að bókun okkar sé röng. Meðfylgjandi sendum við hér með fundarboð félagsmálastjóra þar sem fram kemur að boðað er til óformlegs fundar þar sem tillögur og hugmyndir að niðurskurði eru kynntar. Það er gert þremur dögum fyrir fyrirhugaðan fund. Jafnframt gerir bæjarstjórinn í bókun sinni athugasemd við að bókun okkar hafi verið tilbúin fyrir fundinn og þar með ekki marktæk sökum þess að tillögurnar höfðu ekki verið ræddar. Bæjarstjóranum til upplýsingar var bókunin lögð fram að loknum umræðum um innihald tillagnanna, og reiknum við með að fulltrúar flokks hans í nefndinni geti staðfest það við hann.

Bæjarstjóranum sem fundarvönum manni ætti að vera ljóst að hluti af starfi þeirra sem sitja í nefndum og ráðum bæjarins er undirbúningur. Samkvæmt fundarboði félagsmálastjórans má öllum ljóst vera að á fundi þessum gat brugðið til beggja átta og með því reiknuðum við. Meðferðis í fundarmöppunni var einnig önnur bókun þar sem við fögnum samstöðu í fjölskyldu-og félagsmálaráði um að verja hag skjólstæðinga FFR í þeirr kreppu nú gengur yfir. Því miður er sú bókun enn í möppunni. En miðað við niðurstöðu síðasta fundar ráðsins er þó ekki öll von úti um að sú bókun verði nýtt síðar.

Hvað varðar fullyrðingu bæjarstjórans sem að vísu var ekki á fundinum er ljóst af þeim tillögum sem lagðar voru fram til kynningar að nánast öll þau verkefni sem ekki teljast lögbundin yrðu skorin burt. „ það á sér vart hliðstæðu“ í nokkru öðru bæjarfélagi um þessar mundir nema þá helst skyldi vera Álftanes“. Kannski að bæjarstjórinn viti um fleiri staði þar sem svipað hefur verið gert ?. Án þess þó að það breyti nokkuð stöðu mála hér.

Við undirrituð fulltrúar Samfylkingar í fjölskyldu- og félagsmálaráði viljum að lokum hvetja félaga okkar í ráðinu og bæjarstjórann í ljósi stöðunnar til þess að láta af þeirri sandkassapólitík, sem þau virðast nú vilja hefja . Og sameinast þess í stað um að leysa þau verkefni sem við höfum verið valin til að sinna. Að verja hagsmuni og velferð bæjarbúa í þeirri erfiðu kreppu sem nú gengur yfir bæinn okkar og reyndar landið allt. Eingöngu þannig náum við árangri.

Með bestu kveðju
Jóhanna Pálmadóttir og Hannes Friðriksson