Misskilningur eða vísvitandi rangfærslur?
Á vef Víkurfrétta þ. 04.10.05 er birt grein eftir Þorvald Örn Árnason um skoðanakönnun sem ráðgjafafyrirtækið ParX gerði fyrir hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps vegna hugmynda um hugsanlega sameiningu sveitarfélaga.
Svo virðist sem Þorvaldur hafi leitað álits sérfræðings á því hvort könnunin væri rétt orðuð til að kanna hvort íbúar hreppsins væru fylgjandi sameiningu við Hafnarfjörð. Ég er ekki hissa á því að sérfræðingurinn kemst að þeirri niðurstöðu, að hægt hefði verið að orða upphafsspurningu betur eins og hann segir sjálfur „EF spurningu er ætlað að meta vilja íbúa hreppsins til sameiningar“.
Þorvaldi er vel kunnugt um eins og öðrum að skoðunarkönnun sem gerð var í desember fór fram til að auðvelda hreppsnefnd að taka afstöðu til sameiningartillögu sem lögð hafði verið fram af sameiningarnefnd Félagsmálaráðuneytisins um sameiningu allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum í eitt. Könnunin fór því ekki fram til að meta vilja íbúa til sameiningar og hvort ætti að kjósa um hana eins og skilja má af Þorvaldi, heldur til að kanna hug íbúa til þeirra kosta sem í stöðunni voru. Kosning um sameiningu var staðreynd og það er undarlegt að liggja undir ámæli fyrir þann lýðræðislega gerning að leita eftir afstöðu íbúa til mismunandi sameiningakosta.
Horfandi á í hvaða samhengi könnunin var gerð og þeirrar miklu þátttöku sem varð í henni þá lá alveg ljóst fyrir að stærsti hópur íbúa tóku þá afstöðu að kjósa skyldi um sameiningu við Hafnarfjörð en ekki um þá tillögu Félagsmálaráðuneytisins sem lá fyrir. Þessi skýra niðurstaða kom hreppsnefnd nokkuð á óvart en það er skrítinn málflutningur að halda því fram að skilja hefði átt skýra niðurstöðu eitthvað öðruvísi en gert var. Hreppsnefnd kom upplýsingum um afstöðu íbúanna til ráðuneytisins sem í kjölfarið breytti sinni tillögu.
Sameiningarátakið nú, hefði getað verið betur undirbúið af félagsmálaráðherra en raunin er, þannig að fyrir lægi fyrir sameiningakosningar hvernig farið yrði með jöfnunarsjóð sveitarfélaganna, hvaða verkefni yrðu flutt til sveitarfélaganna og hvernig fjármálalegum samskiptum þeirra og ríkisisns yrði háttað í framtíðinni. Hótanir ráðherra um að sveitarfélög verði jafnvel sameinuð með lagaboði hjálpa ekki til í þeim kosningum sem framundan eru.
Í kosningunum núna á laugardaginn þ. 8. október gefst síðan íbúum Vatnsleysustrandarhrepps tækifæri til að segja já eða nei um sameiningu við Hafnarfjörð. Fyrir liggja vandaðar upplýsingar um stöðu málaflokka í báðum sveitarfélögunum og hvernig hinum ýmsu þjónustuþáttum gæti verið fyrirkomið ef af sameiningu yrði. Fjölmennur kynningafundur var haldinn um málið í Vogum sl. fimmtudag og voru umræðurnar sem fram fóru fjörlegar og að mestu málefnalegar.
Mikilvægt er að íbúar skoði vel rökin með og á móti sameiningu og reyni að átta sig á aðalatriðum málsins í því mikla moldviðri sem þyrlað hefur verið upp í kringum það, af andstæðingum sameiningarinnar. Málið er í höndum kjósenda og vonandi verður niðurstaðan skýr og ákveðin. Kosningarnar núna eru stærsta mál sem íbúar sveitarfélagsins hafa staðið frammi fyrir lengi og miklu skiptir að sveitarfélögin verði eins öflug og kostur er til að geta veitt þá þjónustu sem íbúar vænta og eiga kröfu til.
Jón Gunnarsson
oddviti Vatnsleysustrandarhrepps
Svo virðist sem Þorvaldur hafi leitað álits sérfræðings á því hvort könnunin væri rétt orðuð til að kanna hvort íbúar hreppsins væru fylgjandi sameiningu við Hafnarfjörð. Ég er ekki hissa á því að sérfræðingurinn kemst að þeirri niðurstöðu, að hægt hefði verið að orða upphafsspurningu betur eins og hann segir sjálfur „EF spurningu er ætlað að meta vilja íbúa hreppsins til sameiningar“.
Þorvaldi er vel kunnugt um eins og öðrum að skoðunarkönnun sem gerð var í desember fór fram til að auðvelda hreppsnefnd að taka afstöðu til sameiningartillögu sem lögð hafði verið fram af sameiningarnefnd Félagsmálaráðuneytisins um sameiningu allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum í eitt. Könnunin fór því ekki fram til að meta vilja íbúa til sameiningar og hvort ætti að kjósa um hana eins og skilja má af Þorvaldi, heldur til að kanna hug íbúa til þeirra kosta sem í stöðunni voru. Kosning um sameiningu var staðreynd og það er undarlegt að liggja undir ámæli fyrir þann lýðræðislega gerning að leita eftir afstöðu íbúa til mismunandi sameiningakosta.
Horfandi á í hvaða samhengi könnunin var gerð og þeirrar miklu þátttöku sem varð í henni þá lá alveg ljóst fyrir að stærsti hópur íbúa tóku þá afstöðu að kjósa skyldi um sameiningu við Hafnarfjörð en ekki um þá tillögu Félagsmálaráðuneytisins sem lá fyrir. Þessi skýra niðurstaða kom hreppsnefnd nokkuð á óvart en það er skrítinn málflutningur að halda því fram að skilja hefði átt skýra niðurstöðu eitthvað öðruvísi en gert var. Hreppsnefnd kom upplýsingum um afstöðu íbúanna til ráðuneytisins sem í kjölfarið breytti sinni tillögu.
Sameiningarátakið nú, hefði getað verið betur undirbúið af félagsmálaráðherra en raunin er, þannig að fyrir lægi fyrir sameiningakosningar hvernig farið yrði með jöfnunarsjóð sveitarfélaganna, hvaða verkefni yrðu flutt til sveitarfélaganna og hvernig fjármálalegum samskiptum þeirra og ríkisisns yrði háttað í framtíðinni. Hótanir ráðherra um að sveitarfélög verði jafnvel sameinuð með lagaboði hjálpa ekki til í þeim kosningum sem framundan eru.
Í kosningunum núna á laugardaginn þ. 8. október gefst síðan íbúum Vatnsleysustrandarhrepps tækifæri til að segja já eða nei um sameiningu við Hafnarfjörð. Fyrir liggja vandaðar upplýsingar um stöðu málaflokka í báðum sveitarfélögunum og hvernig hinum ýmsu þjónustuþáttum gæti verið fyrirkomið ef af sameiningu yrði. Fjölmennur kynningafundur var haldinn um málið í Vogum sl. fimmtudag og voru umræðurnar sem fram fóru fjörlegar og að mestu málefnalegar.
Mikilvægt er að íbúar skoði vel rökin með og á móti sameiningu og reyni að átta sig á aðalatriðum málsins í því mikla moldviðri sem þyrlað hefur verið upp í kringum það, af andstæðingum sameiningarinnar. Málið er í höndum kjósenda og vonandi verður niðurstaðan skýr og ákveðin. Kosningarnar núna eru stærsta mál sem íbúar sveitarfélagsins hafa staðið frammi fyrir lengi og miklu skiptir að sveitarfélögin verði eins öflug og kostur er til að geta veitt þá þjónustu sem íbúar vænta og eiga kröfu til.
Jón Gunnarsson
oddviti Vatnsleysustrandarhrepps