Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hafnar ósk um DD framboð
Fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins lauk nú undir kvöld en á fundinum var tekin fyrir ósk Kristjáns Pálssonar alþingismanns og stuðningsmanna hans um að fá að bjóða fram undir sérstöku DD framboði. Miðstjórnin ákvað á fundi sínum að veita ekki leyfi fyrir slíku framboði. Kristján Pálsson sagði í viðtali við RÚV að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum og að hann ætlaði að hitta stuðningsmenn sína um helgina til að ákveða framhaldið. Víkurfréttir munu greina nánar frá málinu á morgun.