Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Miðflokkurinn þakkar stuðninginn
Fimmtudagur 2. nóvember 2017 kl. 05:00

Miðflokkurinn þakkar stuðninginn

Við félagar í Miðflokknum í Suðurkjördæmi viljum koma á framfæri kærum þökkum fyrir stuðninginn í aðdraganda alþingiskosninganna og á kjördag.

Miðflokkurinn er flokkur með djúpar rætur á miðju stjórnmálanna. Flokkur fyrir skynsamt fólk með skýra sýn á grundvallarmál samfélagsins. Miðflokkurinn er flokkur sem veitt getur stöðugleika og staðið vörð um hefðbundin grunngildi en um leið verið flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Flokkur sem leitar til þeirra sem best þekkja til á hverju sviði og styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Miðflokkurinn vill halda áfram því starfi sem skilaði sér í hraðasta efnahagslega viðsnúningi nokkurrar þjóðar í seinni tíð og skila ávinningnum til þeirra sem eiga hann með réttu, almennings á Íslandi.

Miðflokkurinn lagði áherslu á það í aðdraganda kosninga að kynna sína stefnuskrá og eiga síðan um hana málefnalega umræðu. Sú nálgun skilaði okkur því að Birgir Þórarinsson náði kjöri sem kjördæmakjörinn þingmaður í Suðurkjördæmi og Elvari Eyvindarsyni sem varaþingmanni en 3.999 atkvæði féllu í okkar hlut eða 14.3% gildra atkvæða í Suðurkjördæmi. Á landsvísu fékk Miðflokkurinn 10.9% gildra atkvæða sem er Íslandsmet hjá nýju framboði. Sannarlega glæsilegur árangur.

Miðflokkurinn getur, ætlar og þorir að vinna í þágu landsmanna til framtíðar. Takk, takk og aftur takk fyrir stuðninginn,

Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi