Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Metþátttaka í Kvennahlaupinu í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 1. júlí 2010 kl. 16:53

Metþátttaka í Kvennahlaupinu í Reykjanesbæ

Kærar þakkir fyrir frábæra þátttöku í Kvennahlaupinu 19. júní sl.

Markið var sett hátt og 543 hraustar konur í Reykjanesbæ tóku þátt, sem er 10% fleiri en í fyrra. Til hamingju með það stelpur!

Það var stórkostlegt að sjá allan þennan fjölda á laugardagsmorgninum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Langar mig að nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn til að Kvennahlaupið gæti farið sem best fram. Fjöldi fólks hjálpaðist að og án ykkar hefði dagurinn ekki orðið eins ánægjulegur og hann var.


Bryndís Kjartans sá um upphitunina, sem kom stelpunum algjörlega í hlaupagírinn.Kærar þakkir elsku Bryndís.


Ragnheiður Elín, alþingiskona, ræsti hlaupakonur af stað. Takk fyrir það elsku Ragnheiður.


Margir starfsmenn fyrirtækja fjölmenntu og hlupu/löbbuðu í minni eða stærri hópum. Mömmur, ömmur, systur, mæðgur, vinkonur og frænkur fjölmenntu líka.


Steindór, sundþjálfari, var með hátalaran úti á stétt og spilaði hressa tónlist fyrir okkur og það sama gerði Gaui Skúla, körfuboltahetja. Þetta vakti þvílíka lukku og skapaði mjög skemmtilega stemningu. Langar mig að þakka ykkur kærlega fyrir ykkar framtak strákar og vonast til að þetta verði árlegur viðburður og fleiri taki undir á næsta ári.


Þátttakendur komu alsælir í mark að hlaupi loknu og voru ánægðir með framtak sitt.

Þeir sem vilja hlaupa/skokka í sumar, geta mætt kl.17.30 á mánudögum og miðvikudögum við Bláa skúrinn efst á fótboltavellinum, þeim að kostnaðarlausu.


Skokknámskeiðið vinsæla sem við Margrét höfum verið með byrjar mánudaginn 16.ágúst og hefst skráning eftir Verslunarmannahelgina.

Með hlaupakveðju,
Guðbjörg Jónsdóttir,
Verkefnisstjóri Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ í Reykjanesbæ 2010