Menningarmiðstöð fyrir ungt fólk í miðbænum
Komið hefur til umræðu hjá bæjaryfirvöldum að breyta „Gömlu búðinni“, sem er hluti af Duus-húsunum, í menningar- og þróunarsetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Mikill vilji er hjá öllum bæjarfulltrúum bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, um að þessi tillaga verði skoðuð.
Þessi tillaga um að breyta Gömlu búðinni, var samþykkt á fundi bæjarráðs fyrir viku. Ráðið lagði einnig til að skipaður yrði starfshópur til að skoða kosti og galla húsnæðisins með það fyrir augum að húsið væri framtíðarlausn á húsnæðismálum ungs fólks. Tillagan var einróma samþykkt.
Málið var tekið upp á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag. Skúli Þ. Skúlason (B) skýrði hugmyndina fyrir bæjarfulltrúum. Hann sagði að hugmyndina vera þá að þarna yrði aðstaða fyrir myndlist, upplestra, fræðsluerindi af ýmsu tagi, kaffihús og fleira og að þarna væri starfsfólk sem aðstoðaði unga fólkið við að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Einnig yrði þar aðstaða fyrir útideildina og foreldraröltið. Skúli sagði staðsetninguna vera einkar hentuga og að hann hefði trú á að þetta væri góð lausn.
Þessi tillaga um að breyta Gömlu búðinni, var samþykkt á fundi bæjarráðs fyrir viku. Ráðið lagði einnig til að skipaður yrði starfshópur til að skoða kosti og galla húsnæðisins með það fyrir augum að húsið væri framtíðarlausn á húsnæðismálum ungs fólks. Tillagan var einróma samþykkt.
Málið var tekið upp á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag. Skúli Þ. Skúlason (B) skýrði hugmyndina fyrir bæjarfulltrúum. Hann sagði að hugmyndina vera þá að þarna yrði aðstaða fyrir myndlist, upplestra, fræðsluerindi af ýmsu tagi, kaffihús og fleira og að þarna væri starfsfólk sem aðstoðaði unga fólkið við að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Einnig yrði þar aðstaða fyrir útideildina og foreldraröltið. Skúli sagði staðsetninguna vera einkar hentuga og að hann hefði trú á að þetta væri góð lausn.