Meirihluti Sandgerðisbæjar hafnar sameiningu sveitarfélaga
Meirihluti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar felldi tillögu Framsóknarflokks um að kostir og gallar þess að sameina Sandgerðisbæ, Reykjanesbæ og Garð. Í tillögu Framsóknarflokksins var gert ráð fyrir að málið yrði kynnt íbúum sveitarfélaganna og unnið í samræmi við 90 grein sveitastjórnarlaga um frjálsa sameiningu sveitarfélaga.
Fulltrúi Sandgerðislistans greiddi tillögunni atkvæði ásamt fulltrúum Framsóknarflokksins.
Tillagan var borin fram vegna óska stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um hugmyndir sveitarstjórnanna um sveitarfélagaskipan.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti þá stefnu að sveitarfélagaskipan verði óbreytt á Suðurnesjum í ljósi vaxtar og stöðu
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar leggur til í ljósi vaxtar og stöðu Sandgerðisbæjar að sveitarfélagaskipan á Suðurnesjum verði óbreytt.
Fulltrúi Sandgerðislistans greiddi tillögunni atkvæði ásamt fulltrúum Framsóknarflokksins.
Tillagan var borin fram vegna óska stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um hugmyndir sveitarstjórnanna um sveitarfélagaskipan.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti þá stefnu að sveitarfélagaskipan verði óbreytt á Suðurnesjum í ljósi vaxtar og stöðu
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar leggur til í ljósi vaxtar og stöðu Sandgerðisbæjar að sveitarfélagaskipan á Suðurnesjum verði óbreytt.