Meirihlutasamstarf í Grindavík
Ágætu Grindvíkingar!
Það er kunnara en frá þurfi að segja að á ýmsu hefur gengið á þessu kjörtímabili sem lýkur með sveitarstjórnarkosningum næsta vor, tvenn meirihlutaslit hafa átt sér stað og þrír meirihlutar verið myndaðir á þeimþremur árum sem liðin eru af kjörtímabilinu.Það er auðvitað með ólíkindum þegar haft er í huga að sami meirihluti hafði setið samfleytt í sextán ár á undan, og ekki að furða þó að sumum finnist nóg um.
Það verður þó að segjast að sá gauragangur og það brambolt sem því fylgdi endurspeglar á engan hátt ólík sjónarmið flokkana í Bæjarstjórn, því þegar málefnasamningar meirihlutanna eru skoðaðir þá er lítið og nánast ekki neitt sem stendur útaf og erfitt að sjá þar mun á.
Það meirihlutasamstarf sem nú er á milli B og D lista er með ágætum og ekki annað að sjá í dag en að það haldi út kjörtímabilið og hefur þá staðið í nítján ár.
Fyrir utan þær væringar sem átt hafa sér stað á milli flokkana þá hefur þetta kjörtímabil einkennst af miklum og stórum framkvæmdum og er mér til efs að nokkurn tíma áður hafi jafn mikið verið framkvæmt á svo stuttum tíma af hálfu Grindavíkurbæjar.
Þar bera hæst framkvæmdir við höfnina og innsiglingu, Grunnskólabygging og einsetning Grunnskólans, nýr leikskóli ásamt sambýli fyrir fatlaða.
Þá verður að nefna sérstaklega þátt bæjarins í byggingu nýrrar stúku ásamt nýjum knattspyrnuvelli og tengdum framkvæmdum. Á sama tíma hafa staðið yfir framkvæmdir við gatnagerð í nýrri íbúðabyggð.
Nú þegar nær dregur kosningum vilja sumir bæjarstjórnarmenn þakka sér öðrum fremur fyrirþað sem vel er gert en kenna öðrum um það sem miður hefur farið.
Þegar guli bæklingur Samfylkingarinnar sem borin er í hús í bænum er lesin, má skilja á honum að allt sem gert er yfir höfuð í Grindavík, sé fulltrúum „Samfylkingarfélags Grindavíkurlistans“ að þakka.
Málfluttningur af því tagi sem þar er stundaður er ekki „trúverðugur“og segir meira um þá sem að bæklingnum standa en nokkuð annað.
Það er nokkuð ljóst að algjör samstaða hefur ríkt í Bæjarstjórn Grindavíkur um allar framkvæmdir sem ráðist hefur verið í og ekki síst þessvegna sem vel hefur tekist til.
Mér dettur ekki til hugar að gera lítið úr þáttöku „Samfylkingarf. Grindav .Listans „ í málefnum Bæjarfélagsins enda haft við þá gott samstarf.
Fjárhagsstaða bæjarsjóðs var sterk í upphafi kjörtímabils, það gerði mönnum kleyft að halda áfram og ljúka þeim framkvæmdum sem voru í gangi og hefja nýjar af stórhug, en augljóst er að slíkar framkvæmdir hafa óhjákvæmilega áhrif á fjárhags stöðu bæjarsjóðs til einhverrar framtíðar.
Það er bjart yfir mannlífi í Grindavík og margt að gerast í málefnum sem snerta bæði ein-staklinga og fyrirtæki.
Hlutverk allra Bæjarstjórnarfulltrúa er að stuðla að áframhaldandi uppgangi og velmegun í Bæjarfélaginu og mun ég ekki láta mitt eftir liggja í samstarfi við aðra bæjarstjórnarmenn, Grindavíkingum til heilla.
Forseti bæjarstjórnar.
Ómar Jónsson. D-lista.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að á ýmsu hefur gengið á þessu kjörtímabili sem lýkur með sveitarstjórnarkosningum næsta vor, tvenn meirihlutaslit hafa átt sér stað og þrír meirihlutar verið myndaðir á þeimþremur árum sem liðin eru af kjörtímabilinu.Það er auðvitað með ólíkindum þegar haft er í huga að sami meirihluti hafði setið samfleytt í sextán ár á undan, og ekki að furða þó að sumum finnist nóg um.
Það verður þó að segjast að sá gauragangur og það brambolt sem því fylgdi endurspeglar á engan hátt ólík sjónarmið flokkana í Bæjarstjórn, því þegar málefnasamningar meirihlutanna eru skoðaðir þá er lítið og nánast ekki neitt sem stendur útaf og erfitt að sjá þar mun á.
Það meirihlutasamstarf sem nú er á milli B og D lista er með ágætum og ekki annað að sjá í dag en að það haldi út kjörtímabilið og hefur þá staðið í nítján ár.
Fyrir utan þær væringar sem átt hafa sér stað á milli flokkana þá hefur þetta kjörtímabil einkennst af miklum og stórum framkvæmdum og er mér til efs að nokkurn tíma áður hafi jafn mikið verið framkvæmt á svo stuttum tíma af hálfu Grindavíkurbæjar.
Þar bera hæst framkvæmdir við höfnina og innsiglingu, Grunnskólabygging og einsetning Grunnskólans, nýr leikskóli ásamt sambýli fyrir fatlaða.
Þá verður að nefna sérstaklega þátt bæjarins í byggingu nýrrar stúku ásamt nýjum knattspyrnuvelli og tengdum framkvæmdum. Á sama tíma hafa staðið yfir framkvæmdir við gatnagerð í nýrri íbúðabyggð.
Nú þegar nær dregur kosningum vilja sumir bæjarstjórnarmenn þakka sér öðrum fremur fyrirþað sem vel er gert en kenna öðrum um það sem miður hefur farið.
Þegar guli bæklingur Samfylkingarinnar sem borin er í hús í bænum er lesin, má skilja á honum að allt sem gert er yfir höfuð í Grindavík, sé fulltrúum „Samfylkingarfélags Grindavíkurlistans“ að þakka.
Málfluttningur af því tagi sem þar er stundaður er ekki „trúverðugur“og segir meira um þá sem að bæklingnum standa en nokkuð annað.
Það er nokkuð ljóst að algjör samstaða hefur ríkt í Bæjarstjórn Grindavíkur um allar framkvæmdir sem ráðist hefur verið í og ekki síst þessvegna sem vel hefur tekist til.
Mér dettur ekki til hugar að gera lítið úr þáttöku „Samfylkingarf. Grindav .Listans „ í málefnum Bæjarfélagsins enda haft við þá gott samstarf.
Fjárhagsstaða bæjarsjóðs var sterk í upphafi kjörtímabils, það gerði mönnum kleyft að halda áfram og ljúka þeim framkvæmdum sem voru í gangi og hefja nýjar af stórhug, en augljóst er að slíkar framkvæmdir hafa óhjákvæmilega áhrif á fjárhags stöðu bæjarsjóðs til einhverrar framtíðar.
Það er bjart yfir mannlífi í Grindavík og margt að gerast í málefnum sem snerta bæði ein-staklinga og fyrirtæki.
Hlutverk allra Bæjarstjórnarfulltrúa er að stuðla að áframhaldandi uppgangi og velmegun í Bæjarfélaginu og mun ég ekki láta mitt eftir liggja í samstarfi við aðra bæjarstjórnarmenn, Grindavíkingum til heilla.
Forseti bæjarstjórnar.
Ómar Jónsson. D-lista.