Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 19. febrúar 2002 kl. 10:30

Meiri fjármuni inn í íþróttahreyfinguna

Byggingar og skipulagsmál í okkar bæjarfélagi hafa ekki verið eins og best hefði verið á kosið á þessu kjörtímabili.  Við höfum búið við óþolandi og óþarfan lóðaskort á þessum tímum góðæris og engin heildarskipulagsmynd hefur verið mótuð í Reykjanesbæ eftir sameiningu.  Ég vil sjá nýtt og öflugt hverfi rísa í Innri-Njarðvíkur hverfi,og hafist verði handa við að byggja þar skólabyggingu hið fyrsta.  Við eigum þar mikið landsvæði,og ekki spillir fyrir að það er tiltölulega ódýrt fyrir bæjarfélagið að brjóta þar land.Ég vil sjá bæjarfélagið koma með meiri fjármuni inn í íþróttahreyfinguna t.d með því að kosta yngri flokka þjáfun að hluta til,eða öllu leiti fyrir deildirnar.  Staðreyndin er sú að erfitt hefur verið að fá fólk í sjálfboðavinnu fyrir íþróttafélögin og allt of mikill tími fer í að sníkja peninga af fyrirtækjum bæjarins, og allir berjast um sömu hituna.  Að mínu mati er íþróttaiðkun ein sú besta forvörn sem völ er á í dag fyrir börnin okkar, og við eigum að greiða götu íþróttafélaganna með því að létta undir fjárhag þeirra.
Ég vil að fasteignagjöld á 67 ára og eldri verði með öllu afnumin,af eigin íbúð.  Margir eldri borgarar hafa orðið fyrir verulegri tekjuskerðingu,og eiga oft erfitt með að ná endum saman. Við eigum að þakka þeim gott lífsstarf.
Við eigum að gera það eftirsóknarvert fyrir ungt fólk að setjast að í okkar bæjarfélagi.  Ég vil að ungu fólki sem byggir í fyrsta sinn verði gefin verulegur afsláttur af gatnagerðargjöldum.  Ég er sannfærður um að með þessu móti gengur okkur líka betur að halda ungu fólki í bæjarfélaginu.
Það er sláandi hversu illa hefur verið staðið að viðhaldi íþróttamannvirkja hér í bæ.  Það sem snýr  mér næst er íþróttahúsið í Njarðvík.  Parketið í húsinu liggur undir skemmdum og er reyndar nú þegar orðið skemmt vegna leka.  Körfurnar í húsinu eru orðnar allt að 11sm og lágar,vegna þess að þakið hefur sigið vegna þungans.  Ekki hefur fundist fjármagn til að klára aðstöðuna á efri hæð hússins, en hún er búin að vera fokheld í 6 ár.  Ekki hefur vantað fögur fyrirheit varðandi endurbætur á húsinu, en samt er ekkert fjármagn áætlað í húsið á þessu ári.

Þarf virkilega nýja bæjarstjórn til að gera eitthvað í málunum?
Næstkomandi laugardag 23.febrúar fer fram opið og lýðræðislegt prófkjör samfylkingarinnar í Reykjanesbæ.

Ég vil gefa kost á mér til góðra verka í bæjarfélaginu okkar og býð fram krafta mina í 5.-6. sæti listans.

Friðrik Pétur Ragnarsson
Húsasmiður og körfuknattleiksþjálfari
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024