Meiri fíkniefnaneysla á Suðurnesjum
Ég er oft spurður þeirrar spurningar þessa dagana hvort ekki sé minna um fíkniefni hér á suðurnejum en stundum áður, fólki finnst það einhvernvegin. Það er JÚ, eitthvað minna um efni til sölu á svæðinu. En, það er MIKIL og ef ekki MEIRI neysla en oft áður. Nokkrir eru að selja efni hér. Það er tiltölulega auðvelt þar sem skotist er á höfuðborgarsvæðið eftir efnum, hvort sem er til eigin notkunar og/eða til sölu. Þetta er gert m.a til að fjármagna eigin neyslu. Það eru sennilega farnar ófáar ferðirnar gæti ég trúað.
Eins og allir vita þá er alltaf reynt að fara leynt með það sem ólöglegt er, enda lítð annað í boði en leynd. Undanfarnar vikur hefur verið mikið um neyslu eins og áður sagði. Því fylgir að meira er um afbrot ýmiskonar, svo sem innbrot o.fl. ljót mál.
Vopnaburður og notkun þeirra er að verða æ algengari, við heyrum það á fréttum fjölmiðla. Oft er því einnig þannig háttað að þeir sem eru í neyslu, eru sjálfir komnir í felur fyrir sínum DÍLERUM, fullir af ótta og kvíða vegna miskunarleysis þeirra og vegna handrukkara. Þeir geta ekki alltaf staðið við sínar skuldbindingar gagnvart þeim. Það er því ekki að batna ástandið, því miður.
Foreldrar / aðstandendur sjá og heyra ýmislegt ljótt, sem þeim finnst míður óþægilegt, vilja helst ekkert af neinu slíku vita, best að reyna bara að þurrka það út úr minni sínu. Eigum við endalaust að þurfa að þola þetta og láta sem ekkert sé, horfa bara í hina áttina? Þó svo að þetta séu okkar eigin börn, makar, vinir eða einhver af okkar nánustu?
Nei hingað og ekki lengra, horfið í rétta átt og LÁTIÐ VITA, leggjum LÖGREGLUNNI lið, ekki veitir af, öðruvísi stoppum við ekkert af. Við eigum ekki að láta svona lagað hafa áhrif á okkar líðan, eins og ég hef oft sagt áður. Það hefur enginn og þá meina ég ENGINN rétt á að segja þér eða hafa áhrif á hvernig þér á að líða, eða hafa það með hegðun sinni. Með því að vera í afneitun og gera ekki neitt hjálpum við engum, en með því að gera eitthvað hjálpum við bæði sjálfum okkur og öðrun, jafnvel björgum mannslífum, ég hef persónulega orðið vitni af því.
Það er orðið ansi hart þegar 15-16 ára börn eru farin að stjórna öllu heimilinu með ofbeldi og látum, og það vegna fíknar sinnar. Það þurfa allir að bera ábyrgð á sínum bata, sinni líðan og taka það skref að opna augun, opna augun og sjá hvernig fyrir þeim er komið. AFNEITUN.
Ekki skánar ástandið hér á Suðurnesjum ef á að skera niður þjónustu hjá HSS sem hefur verið með fyrirmyndar þjónustu við þá sem þangað hafa leitað. Þessi niðurskurður á eftir að bitna illa á fjölda fólks sem hefur ekki tök á að renna á höuðborgarsvæðið eftir aðstoð, ég bara hreinlega trúi því ekki að ríkisstjórnin láti verða af þessum niðurskurði hér á svæðinu, nóg höfum við verið svelt samt.
Kv. Erlingur Jónsson