Með sterka réttlætis- og siðferðiskennd að vopni
Þann 27. nóvember næstkomandi mun þjóðin kjósa fulltrúa á Stjórnlagaþing. Um persónukjör er að ræða og er landið eitt kjördæmi. Kjósendur þurfa ekki að merkja við fleiri en einn frambjóðanda á sínum kjörseðli en geta þó nýtt atkvæði sín til fulls og raðað 25 frambjóðendum á seðilinn. Fyrir þau ykkar sem ekki komist á kjörstað þann 27. nóvember má benda á að utankjörfundarkosning fer fram hjá sýslumönnum landsins, ræðismönnum og sendiráðum.
Ég hef boðið mig fram til setu á Stjórnlagaþingi og vonast eftir tækifæri til að koma að mótun nýrrar íslenskrar stjórnarskrár. Með sterka réttlætis- og siðferðiskennd að vopni og þrá um betra Ísland mun ég vinna af heilindum til að tryggja að Stjórnlagaþingið nái saman um betri stjórnarskrá til handa íslensku þjóðinni.
Ég er þriggja barna móðir og framboð mitt til stjórnlagaþings er einn liður í því að byggja upp betra Ísland fyrir komandi kynslóðir. Ég hef góða menntun að baki og víðtæka starfsreynslu sem ég tel að nýtist vel í því starfi að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Ég vil að rödd þjóðarinnar komi fram í nýrri stjórnarskrá og því tel ég mikilvægt að vinna vel úr niðurstöðum þjóðfundarins sem haldin var þann 6. nóvember síðastliðinn.
Ég bíð fram krafta mína og vonast eftir þínum stuðningi til setu á Stjórnlagaþingi. Vinnusemi, heiðarleiki og gegnsæi í öllum vinnubrögðum er mitt loforð.
Margir eru kallaðir en fáir útvaldir og því óska ég eftir þínu atkvæði.
Setjið X við 5317
Bestu kveðjur, Jóhanna Guðmundsdóttir
Nánari upplýsingar um mig er að finna á vefslóðinni: www.johannag.is