Margt á döfinni hjá Sálarrannsóknarfélaginu
Mikil starfsemi er hjá Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja þessa dagana og fólk mjög áhugasamt um það hvernig árið framundan gæti hugsanlega orðið.
Miðlarnir Guðrún Hjörleifsdóttir og Lára Halla Snæfells verða hjá okkur 25. janúar og Skúli Lórenzson þann 31. janúar.
Opið hús verður þann 31. janúar en það var nánar auglýst í næsta blaði Víkurfrétta.
Þá vekjum við athygli á því að salur félagsins er laus til útleigu 1. apríl 2007. Þá eru Þórhallur Guðmundsson og Þórunn Maggý væntanleg bráðlega.
Upplýsingar og tímapantanir í síma: 4213348 og 866 0345.
Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja