Margrét Frímannsdóttir opnaði kosningamiðstöð í Keflavík
Samfylkingin í Suðurkjördæmi opnaði kosningamiðstöð sína í Reykjanesbæ í dag, 15. mars, að viðstöddu fjölmenni. Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður og leiðtogi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi opnaði miðstöðina formlega. Margrét Þakkaði meðal annars Sigríði Jóhannesdóttur, alþingismanni Samfylkingarinnar vel unnin störf í þágu kjördæmisins en Sigríður sat sinn síðasta þingfund í bili, liðna nótt.Kosningamiðstöðin í Reykjanesbæ er að Hafnargötu 25.
Fyrst um sinn verður miðstöðin opin virka daga frá klukkan 17:00 – 22:00 og á laugardögum frá klukkan 10:00 – 16:00.
Þetta er fyrsta kosningaskrifstofan sem Samfylkingin opnar í kjördæminu. Höfuðstöðvar kosningabaráttunnar verða í kosningamiðstöðinni í Reykjanesbæ. Innan tíðar verða fleiri skrifstofur opnaðar í kjördæminu, m.a. á Selfossi, í Vestmannaeyjum og á Höfn.
Efstu fimm sætin á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi skipa Margrét Frímannsdóttir, Lúðvík Bergvinsson, Björgvin G. Sigurðsson, Jón Gunarsson og Brynja Magnúsdóttir.
Fyrst um sinn verður miðstöðin opin virka daga frá klukkan 17:00 – 22:00 og á laugardögum frá klukkan 10:00 – 16:00.
Þetta er fyrsta kosningaskrifstofan sem Samfylkingin opnar í kjördæminu. Höfuðstöðvar kosningabaráttunnar verða í kosningamiðstöðinni í Reykjanesbæ. Innan tíðar verða fleiri skrifstofur opnaðar í kjördæminu, m.a. á Selfossi, í Vestmannaeyjum og á Höfn.
Efstu fimm sætin á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi skipa Margrét Frímannsdóttir, Lúðvík Bergvinsson, Björgvin G. Sigurðsson, Jón Gunarsson og Brynja Magnúsdóttir.