Mannorðsmorð og afrek í íþróttum
ÞAÐ ER SORGLEGT að fylgjast með því hvernig DV fremur hvert mannorðsmorðið á fætur öðru án þess að nokkuð fáist ráðið við. Nöfn einstaklinga og risastórar myndir valda sárum sem sum hver gróa seint eða aldrei. Það má vera að sumir þeirra einstaklinga sem DV slær upp eigi skilið þá meðferð sem þeir fá í blaðinu en Illhugi og hans lið verður að kunna sig. Grunsemdir eru ekki alltaf á rökum reistar og alþekkt að kjaftasögum er komið í gang til að koma höggi á fólk. Það er of seint fyrir DV-menn að grípa um rassgatið á sér þegar skíturinn er dottinn út!
KALLINN ER HINSVEGAR fullur stolti yfir árangri sundfólks Íþróttabandalags Reykjanesbæjar á Innanhúsmeistaramóti Íslands í sundi sem fram fór í Eyjum um síðustu helgi. Uppskeran var 19 Íslandsmeistaratitlar af 40 mögulegum, sem samkvæmt heimildum Kallsins innan íþróttageirans er það mesta sem íslenskt félagslið hefur náð í keppni. Sundfólkið á heiður skilinn fyrir þetta afrek og bæjaryfirvöld ættu að hafa í huga að alltaf má bæta aðstöðu sundfólksins. Myndarleg sundlaug undir þaki er eitthvað sem löngu er kominn tími á í Reykjanesbæ.
FERMINGAR hófust á Suðurnesjum um síðustu helgi og var Kallinum boðið í þrjár veislur. Það er af sem áður var. Hvert fermingarbarn stendur uppi með hundruð þúsunda í beinhörðum peningum og ýmsa muni, sem vonandi koma að gagni í búskapi framtíðarinnar. Sjónvörpin eru ekki minni en 28“ eða tölvubúnaðurinn þannig að engin leið er að skilja öll megabætin.
FJÁRMÁLASTOFNANIR ættu að halda námskeið í kjölfar ferminga til að ráðleggja unga fólkinu hvernig megi ávaxta peninginn, því víða eru skammtímasjónarmið sem ráða för og jafnvel skyndiákvarðanir sem ekki reynast vel að lokum. Hjálpum unga fólkinu að láta féð bera enn ríkulegri ávöxt.
KALLINN ER ORÐINN SPENNTUR að sjá Hljómasýningu krakkanna í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Kallinn hugsar til áranna í Krossinum með glampa í augum.
KALLINN BÍÐUR einnig forvitinn eftir Tímariti Víkurfrétta.
Kveðja, [email protected]
KALLINN ER HINSVEGAR fullur stolti yfir árangri sundfólks Íþróttabandalags Reykjanesbæjar á Innanhúsmeistaramóti Íslands í sundi sem fram fór í Eyjum um síðustu helgi. Uppskeran var 19 Íslandsmeistaratitlar af 40 mögulegum, sem samkvæmt heimildum Kallsins innan íþróttageirans er það mesta sem íslenskt félagslið hefur náð í keppni. Sundfólkið á heiður skilinn fyrir þetta afrek og bæjaryfirvöld ættu að hafa í huga að alltaf má bæta aðstöðu sundfólksins. Myndarleg sundlaug undir þaki er eitthvað sem löngu er kominn tími á í Reykjanesbæ.
FERMINGAR hófust á Suðurnesjum um síðustu helgi og var Kallinum boðið í þrjár veislur. Það er af sem áður var. Hvert fermingarbarn stendur uppi með hundruð þúsunda í beinhörðum peningum og ýmsa muni, sem vonandi koma að gagni í búskapi framtíðarinnar. Sjónvörpin eru ekki minni en 28“ eða tölvubúnaðurinn þannig að engin leið er að skilja öll megabætin.
FJÁRMÁLASTOFNANIR ættu að halda námskeið í kjölfar ferminga til að ráðleggja unga fólkinu hvernig megi ávaxta peninginn, því víða eru skammtímasjónarmið sem ráða för og jafnvel skyndiákvarðanir sem ekki reynast vel að lokum. Hjálpum unga fólkinu að láta féð bera enn ríkulegri ávöxt.
KALLINN ER ORÐINN SPENNTUR að sjá Hljómasýningu krakkanna í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Kallinn hugsar til áranna í Krossinum með glampa í augum.
KALLINN BÍÐUR einnig forvitinn eftir Tímariti Víkurfrétta.
Kveðja, [email protected]