Magnús Þór Hafsteinsson: Nýja stefnu í varnarmálum
Rétt áður en Alþingi fór í páskaleyfi þá skilaði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra af sér skýrslu sinni um utanríkis- og alþjóðamál til þingsins. Samkomulag hefur orðið um að utanríkisráðherra geri þetta á tveggja ára fresti. Í þessari skýrslu er gerð ítarleg grein fyrir störfum íslenskra stjórnvalda á alþjóða vettvangi.
Skýrsla Halldórs er forvitnilegt rit upp á rúmar 100 síður. Greinir m.a. frá varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna. Þar er að finna sláandi sögulegt yfirlit. Umsvif Bandaríkjamanna á Íslandi hafa hrunið. Afleiðing af lokum kalda stríðsins. Ísland er laust úr skotlínu stórvelda Bandaríkja og Sovétríkja. En ekki bara svo einfalt. Bandaríkjamenn eru í stríði í Írak sem kostar morð fjár. Við erum dregin í þann hildarleik. Þvert gegn vilja þjóðarinnar. Önnur saga full af ógeði, sem bíður betri tíma. En hvað um framtíð hervarna á Íslandi? Hver er okkar vandi í stöðunni?
Áfram í NATO
Frjálslyndi flokkurinn hefur ávallt verið fylgjandi aðild Íslands að NATO. Innganga okkar í NATO á sínum tíma var gæfuspor, þó umdeild væri. Heimurinn er hættulegur og við þurfum að finna öryggi. Þjóðir þurfa að hafa einhvers konar fælingarmátt og varnir til að tryggja öryggi borgaranna gegn ógnum á hverjum tíma.
Nú eru blikur á lofti. Bandaríkjamenn sem séð hafa um skuldbindingar NATO gagnvart okkur, eru á förum héðan frá Íslandi. Á fáum árum hefur orrustuþotum þeirra hér fækkað úr 18 í 4 í dag. Kafbátaleitarvélarnar eru farnar. Viðhaldsdeild fyrir flugvélar er á förum. Hermönnum hefur stórlega fækkað. Fjölmargir íslendingar sem hafa unnið við Varnarliðið hafa misst atvinnu sína. Framtíð Varnarliðsins hér á landi er mikið áhyggjuefni. Þetta er alvarlegt mál. Ísland er stór eyja í miðju Norður Atlantshafi. Við þurfum á vörnum að halda.
Skýrsla ráðherra
Í skýrslu utanríkisráðherra er talað um að nýjustu bókanir við varnarsamninginn sem gerðar voru fyrir tíu og átta árum síðan, kveði á um að hér skuli vera staðsettar fjórar orrustuþotur og þyrlubjörgunarsveit. Þetta sé nauðsynlegt til að halda uppi loftvörnum og fælingarmætti.
Nú ætla ég ekki að tala óvirðulega um flugher Bandaríkjaflota, en bara benda á að fjórar þotur eru ekki neinn flugfloti og langtum minni floti en til dæmis hjá nágrönnum okkar á hinum Norðurlöndunum. Norðmenn eiga tæplega 50 þotur, Danir og Finnar um 60 og Svíar hafa yfir að ráða um 150 orrustuþotum. Maður hlýtur að setja spurningamerki við trúverðugleika loftvarna svo stórs lands sem Íslands þegar þoturnar eru bara fjórar og skipa- og kafbátaleitavélar bandaríska flotans á förum. Til viðbótar vitum við að Landhelgisgæsla Íslands er í lamasessi vegna viðvarandi fjársveltis. Ekki er öllu lengur hægt að fullyrða að Ísland búi við trúverðugar varnir á sjó, í lofti og á landi. Í skýrslu sinni fullyrðir utanríkisráðherra að stefna Íslands sé að tryggja að hér verði trúverðugur varnarbúnaður. Að varnarsamningurinn við Bandaríkin verði eins og segir í skýrslunni: "áfram einn af hornsteinum í öryggis og varnarmálastefnu landsins".
Raunhæft markmið?
Er þetta raunhæft markmið? Bandaríkjamenn eru að draga úr umsvifum sínum víða um heim. Illa ígrunduð innrásarævintýri þeirra og stríðsbrölt nú síðast í Írak, hafa kostað gríðarlega fjármuni. Verða íslensk stjórnvöld ekki að sætta sig við að Bandaríkjamenn eru á förum og vinna út frá þeirri staðreynd?
Við erum í NATO og ættum að leita leiða til að koma á fót nánari varnarsamstarfi við nágranna okkar í Evrópu. Eyjan okkar er staðsett í miðju Norður Atlantshafi. Yfirráð yfir henni hljóta að vera mikilvæg ef til viðsjárverra tíma kemur í okkar heimshluta. Það gæti hæglega gerst á næstu áratugum. Hlutir þróast hratt og óvænt í alþjóðamálum. Út frá landfræðilegri legu Íslands er erfitt að ímynda sér annað en að Evrópuþjóðum innan NATO hljóti að þykja til mikils að vinna að halda í varnarsamstarf við Íslendinga. Fyrir því ætti að vera vilji af okkar hálfu. Hvað með Breta, Norðmenn, Dani og Þjóðverja? Við eigum að bjóða þeim aðstöðu hér á landi. Að stunda heræfingar, nota flugvelli, hafnir og önnur mannvirki sem að gagni mættu koma ef aðstæður yrðu með þeim hætti að hingað þyrfti að senda herlið. Við gætum til dæmis leitað samstarfs við NATO um að byggja kafbátalægi hér á landi. Kafbátar NATO hafa hvort eð er verið í lögsögu okkar eins og gráir kettir í 50 ár og þeir verða hér áfram.
Íslenskar varnir
Við brottför Varnarliðsins gæti þurft að efla og þjálfa íslenskar sérsveitir í samstarfi við NATO. Sveitir sem yrðu þá reiðubúnar til varna ef ráðist yrði á landið til dæmis af hryðjuverkamönnum. Liðsauki gæti svo borist innan nokkurra klukkutíma frá Evrópu, svo sem Noregi, Danmörku eða Skotlandi.
Gæsla, viðhald og rekstur þeirra mannvirkja og tækjabúnaðar sem NATO teldi nauðsyn á að hafa hér á landi ætti síðan alfarið að vera í höndum íslendinga sem störfuðu þá á kostnað íslenskra stjórnvalda og Norður Atlantshafsbandalagsins. Gleymum því ekki að nú þegar er fyrir hendi mikil reynsla hæfra íslenskra starfsmanna sem unnið hafa á vegum Bandaríkjahers um áratuga skeið.
Þetta leiðir svo aftur hugann að rekstri stofnana eins og Landhelgisgæslunnar. Nú liggur fyrir allherjarnefnd Alþingis þingsályktunartillaga studd þingmönnum fjögurra flokka á þingi, þar með talið Frjálslynda flokknum, um að dómsmálaráðherra láti gera úttekt á kostum þess að flytja höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja. Margt mælir með því.
Gæti Landhelgisgæslan að hluta til starfað á vegum NATO við að hafa eftirlit með hafsvæðum í Norður Atlantshafi og stundað björgunarstörf á svipaðan hátt og verið hefur? Landhelgisgæslan gæti þannig með bættum skipakosti átt samstarf við sjóheri annarra NATO ríkja, bæði Bandaríkjanna og landa í Evrópu. Allar þessar þjóðir eiga hagsmuna að gæta á hafsvæðum í grennd við Ísland, og færa má góð rök fyrir því að þeim hagsmunum sé gætt með hagkvæmustum hætti með því að nota Ísland sem miðstöð og íslensk skip mönnuð íslendingum.
Vandamál kalla á lausnir. Kjósi Bandaríkjamanna að hverfa héðan, þá gerist það hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hvers vegna má ekki leita leiða til að leysa málin með þeim hætti að leita til Evrópuhluta NATO, og reyna þannig að tryggja varnarviðbúnað Íslands? Bónusinn yrði svo að tryggja atvinnustig á landinu, ekki síst á Suðurnesjum og jafnvel styrkja rekstur Landhelgisgæslunnar og endurreisa hana úr þeirri varnarstöðu sem hún býr við í dag af hendi stjórnvalda.
Magnús Þór Hafsteinsson
Skýrsla Halldórs er forvitnilegt rit upp á rúmar 100 síður. Greinir m.a. frá varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna. Þar er að finna sláandi sögulegt yfirlit. Umsvif Bandaríkjamanna á Íslandi hafa hrunið. Afleiðing af lokum kalda stríðsins. Ísland er laust úr skotlínu stórvelda Bandaríkja og Sovétríkja. En ekki bara svo einfalt. Bandaríkjamenn eru í stríði í Írak sem kostar morð fjár. Við erum dregin í þann hildarleik. Þvert gegn vilja þjóðarinnar. Önnur saga full af ógeði, sem bíður betri tíma. En hvað um framtíð hervarna á Íslandi? Hver er okkar vandi í stöðunni?
Áfram í NATO
Frjálslyndi flokkurinn hefur ávallt verið fylgjandi aðild Íslands að NATO. Innganga okkar í NATO á sínum tíma var gæfuspor, þó umdeild væri. Heimurinn er hættulegur og við þurfum að finna öryggi. Þjóðir þurfa að hafa einhvers konar fælingarmátt og varnir til að tryggja öryggi borgaranna gegn ógnum á hverjum tíma.
Nú eru blikur á lofti. Bandaríkjamenn sem séð hafa um skuldbindingar NATO gagnvart okkur, eru á förum héðan frá Íslandi. Á fáum árum hefur orrustuþotum þeirra hér fækkað úr 18 í 4 í dag. Kafbátaleitarvélarnar eru farnar. Viðhaldsdeild fyrir flugvélar er á förum. Hermönnum hefur stórlega fækkað. Fjölmargir íslendingar sem hafa unnið við Varnarliðið hafa misst atvinnu sína. Framtíð Varnarliðsins hér á landi er mikið áhyggjuefni. Þetta er alvarlegt mál. Ísland er stór eyja í miðju Norður Atlantshafi. Við þurfum á vörnum að halda.
Skýrsla ráðherra
Í skýrslu utanríkisráðherra er talað um að nýjustu bókanir við varnarsamninginn sem gerðar voru fyrir tíu og átta árum síðan, kveði á um að hér skuli vera staðsettar fjórar orrustuþotur og þyrlubjörgunarsveit. Þetta sé nauðsynlegt til að halda uppi loftvörnum og fælingarmætti.
Nú ætla ég ekki að tala óvirðulega um flugher Bandaríkjaflota, en bara benda á að fjórar þotur eru ekki neinn flugfloti og langtum minni floti en til dæmis hjá nágrönnum okkar á hinum Norðurlöndunum. Norðmenn eiga tæplega 50 þotur, Danir og Finnar um 60 og Svíar hafa yfir að ráða um 150 orrustuþotum. Maður hlýtur að setja spurningamerki við trúverðugleika loftvarna svo stórs lands sem Íslands þegar þoturnar eru bara fjórar og skipa- og kafbátaleitavélar bandaríska flotans á förum. Til viðbótar vitum við að Landhelgisgæsla Íslands er í lamasessi vegna viðvarandi fjársveltis. Ekki er öllu lengur hægt að fullyrða að Ísland búi við trúverðugar varnir á sjó, í lofti og á landi. Í skýrslu sinni fullyrðir utanríkisráðherra að stefna Íslands sé að tryggja að hér verði trúverðugur varnarbúnaður. Að varnarsamningurinn við Bandaríkin verði eins og segir í skýrslunni: "áfram einn af hornsteinum í öryggis og varnarmálastefnu landsins".
Raunhæft markmið?
Er þetta raunhæft markmið? Bandaríkjamenn eru að draga úr umsvifum sínum víða um heim. Illa ígrunduð innrásarævintýri þeirra og stríðsbrölt nú síðast í Írak, hafa kostað gríðarlega fjármuni. Verða íslensk stjórnvöld ekki að sætta sig við að Bandaríkjamenn eru á förum og vinna út frá þeirri staðreynd?
Við erum í NATO og ættum að leita leiða til að koma á fót nánari varnarsamstarfi við nágranna okkar í Evrópu. Eyjan okkar er staðsett í miðju Norður Atlantshafi. Yfirráð yfir henni hljóta að vera mikilvæg ef til viðsjárverra tíma kemur í okkar heimshluta. Það gæti hæglega gerst á næstu áratugum. Hlutir þróast hratt og óvænt í alþjóðamálum. Út frá landfræðilegri legu Íslands er erfitt að ímynda sér annað en að Evrópuþjóðum innan NATO hljóti að þykja til mikils að vinna að halda í varnarsamstarf við Íslendinga. Fyrir því ætti að vera vilji af okkar hálfu. Hvað með Breta, Norðmenn, Dani og Þjóðverja? Við eigum að bjóða þeim aðstöðu hér á landi. Að stunda heræfingar, nota flugvelli, hafnir og önnur mannvirki sem að gagni mættu koma ef aðstæður yrðu með þeim hætti að hingað þyrfti að senda herlið. Við gætum til dæmis leitað samstarfs við NATO um að byggja kafbátalægi hér á landi. Kafbátar NATO hafa hvort eð er verið í lögsögu okkar eins og gráir kettir í 50 ár og þeir verða hér áfram.
Íslenskar varnir
Við brottför Varnarliðsins gæti þurft að efla og þjálfa íslenskar sérsveitir í samstarfi við NATO. Sveitir sem yrðu þá reiðubúnar til varna ef ráðist yrði á landið til dæmis af hryðjuverkamönnum. Liðsauki gæti svo borist innan nokkurra klukkutíma frá Evrópu, svo sem Noregi, Danmörku eða Skotlandi.
Gæsla, viðhald og rekstur þeirra mannvirkja og tækjabúnaðar sem NATO teldi nauðsyn á að hafa hér á landi ætti síðan alfarið að vera í höndum íslendinga sem störfuðu þá á kostnað íslenskra stjórnvalda og Norður Atlantshafsbandalagsins. Gleymum því ekki að nú þegar er fyrir hendi mikil reynsla hæfra íslenskra starfsmanna sem unnið hafa á vegum Bandaríkjahers um áratuga skeið.
Þetta leiðir svo aftur hugann að rekstri stofnana eins og Landhelgisgæslunnar. Nú liggur fyrir allherjarnefnd Alþingis þingsályktunartillaga studd þingmönnum fjögurra flokka á þingi, þar með talið Frjálslynda flokknum, um að dómsmálaráðherra láti gera úttekt á kostum þess að flytja höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja. Margt mælir með því.
Gæti Landhelgisgæslan að hluta til starfað á vegum NATO við að hafa eftirlit með hafsvæðum í Norður Atlantshafi og stundað björgunarstörf á svipaðan hátt og verið hefur? Landhelgisgæslan gæti þannig með bættum skipakosti átt samstarf við sjóheri annarra NATO ríkja, bæði Bandaríkjanna og landa í Evrópu. Allar þessar þjóðir eiga hagsmuna að gæta á hafsvæðum í grennd við Ísland, og færa má góð rök fyrir því að þeim hagsmunum sé gætt með hagkvæmustum hætti með því að nota Ísland sem miðstöð og íslensk skip mönnuð íslendingum.
Vandamál kalla á lausnir. Kjósi Bandaríkjamanna að hverfa héðan, þá gerist það hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hvers vegna má ekki leita leiða til að leysa málin með þeim hætti að leita til Evrópuhluta NATO, og reyna þannig að tryggja varnarviðbúnað Íslands? Bónusinn yrði svo að tryggja atvinnustig á landinu, ekki síst á Suðurnesjum og jafnvel styrkja rekstur Landhelgisgæslunnar og endurreisa hana úr þeirri varnarstöðu sem hún býr við í dag af hendi stjórnvalda.
Magnús Þór Hafsteinsson