Lýsir þungum áhyggjum af þeirri óvissu sem skapast hefur í atvinnumálum á svæðinu
Atvinnulausum hefur fækkað það sem af er sumri m.a. vegna tímabundinna aðgerða. Stærsti hlutinn er ófagmenntað fólk en á tímabili fjölgaði fagmenntuðu fólki líka. Þeir sem hafa fagmenntun hefur gengið betur að fá starf það sem af er. Um tíma leit út fyrir að skólafólk sérstaklega á aldrinum 17 - 19 ára fengi lítið sem ekkert að gera. Með samstilltu átaki vinnumiðlunar, bæjar- og sveitarfélaga á svæðinu var sótt um styrki til ákveðinna verkefna hjá Atvinnuleysistryggingasjóði. Þessi verkefni náðu í gegn og hafa þau fyrstu verið í gangi frá því í byrjun júní á meðan þau seinustu hafa verið í gangi frá júlíbyrjun. Reiknað er með að þessum verkefnum verði lokið fyrir og eftir miðjan ágúst mánuð.Á meðan heldur ótryggt atvinnuástand hefur varað hafa birst fyrirsagnir og greinar í hálfgerðum æsifréttastíl um fyrirhugaðan samdrátt varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þetta hefur vakið upp ákveðna óvissu jafnvel ótta. Á móti hafa líka kviknað margar spurningar á meðal fólks og í framhaldi hafa margir velt upp ýmsum hugmyndum um ný störf, jafnvel nýjar starfsgreinar. Það er áríðandi að við sem byggjum þetta góða svæði sjáum möguleikana og fáum til þess tækifæri og skilning af hálfu hins opinbera að framkvæma hlutina.
Á fundi svæðisráðs svæðisvinnumiðlunar á Suðurnesjum þann 9. júlí síðastliðinn var fjallað um ástand og horfur í atvinnumálum. Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða og send til þeirra er málið varðar:
Atvinnuleysi hefur mælst einna mest á Suðurnesjum undanfarna mánuði þó svo heldur hafi dregið úr nú á sumarmánuðum vegna tímabundinna aðgerða en þó hvergi nóg.
Svæðisráð lýsir þungum áhyggjum af þeirri óvissu sem skapast hefur í atvinnumálum á svæðinu vegna umræðu um breytingar á rekstri varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Ráðið telur nauðsynlegt að undirbúa mótvægisaðgerðir til að sporna við atvinnuhruni.
Þá vekur svæðisráð athygli á því að umsóknir um nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru töluvert mikið umfram það sem gert er ráð fyrir til kennslu á fjárlögum þessa árs. Svæðisráð hvetur stjórnvöld til þess að gera viðeigandi ráðstafanir svo ekki þurfi að vísa nemendum frá námi og þannig auka enn á þrýsting á vinnumarkaði á Suðurnesjum.
F.h. Svm. Suðurnesja,
Ketill G. Jósefsson
Á fundi svæðisráðs svæðisvinnumiðlunar á Suðurnesjum þann 9. júlí síðastliðinn var fjallað um ástand og horfur í atvinnumálum. Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða og send til þeirra er málið varðar:
Atvinnuleysi hefur mælst einna mest á Suðurnesjum undanfarna mánuði þó svo heldur hafi dregið úr nú á sumarmánuðum vegna tímabundinna aðgerða en þó hvergi nóg.
Svæðisráð lýsir þungum áhyggjum af þeirri óvissu sem skapast hefur í atvinnumálum á svæðinu vegna umræðu um breytingar á rekstri varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Ráðið telur nauðsynlegt að undirbúa mótvægisaðgerðir til að sporna við atvinnuhruni.
Þá vekur svæðisráð athygli á því að umsóknir um nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru töluvert mikið umfram það sem gert er ráð fyrir til kennslu á fjárlögum þessa árs. Svæðisráð hvetur stjórnvöld til þess að gera viðeigandi ráðstafanir svo ekki þurfi að vísa nemendum frá námi og þannig auka enn á þrýsting á vinnumarkaði á Suðurnesjum.
F.h. Svm. Suðurnesja,
Ketill G. Jósefsson