Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Lyf og mat­ur sem passa ekki sam­an
Laugardagur 16. janúar 2010 kl. 17:14

Lyf og mat­ur sem passa ekki sam­an

Ef þið takið lyf er ekki gott að taka þau inn á fastandi maga og bara með vatni. Flestir taka lyfin sín að morgni eftir morgunmat og oftar en ekki með annað hvort mjólk, kaffi eða greipaldinsafa. Flestir vita ekki að það getur haft mjög óæskileg áhrif, þar sem fæða og lyf eiga ekki alltaf saman. Því miður er ekki alltaf hægt að fá upplýsingar um þetta hjá læknum og leiðbeiningar með lyfjum eru oft ófullnægjandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Matur og drykkur geta haft áhrif á virkni lyfja og oft með neikvæðum áhrifum. Mörg lyf hindra þarmafrásog og mikilvæg vítamín og steinefni. Þá geta lyf tekin á tóman maga verið lengur að virka. Einnig getur lifrin bæði hægt á eða flýtt niðurbroti lyfjanna og þá er stundum hætta á að áhrifin verði of mikil eða of veik.


Eftirfarandi lyfjum og mat ættir þú aldrei að blanda saman:


Sýklalyf með mjólk og mjólkurafurðum. Þegar sýklalyfin blandast kalkinu úr mjólkinni komast þau ekki inn í blóðrásina og verða árangurslaus.


Sýklalyf með kaffi eða te. Það eykur áhrif koffeins sem síðan getur valdið hjartsláttarónotum, svefnleysi og innri óróa.


Blóðþrýstingslyf og grillað kjöt. Kolvetni sem myndast við grillun hraða minnkun á virkum efnum.


Kólesteróllækkandi lyf með greipaldinsafa. Blóðþrýstingur lækkar of mikið, hjartað slær of hratt, það getur valdið höfuðverk.


Margt fleira í sambandi við heilsuráðgjöf færðu að vita hjá Birgittu.


Birgitta Jónsdóttir Klasen
Heilsuráðgjöf.