Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Lýðræði, réttur félagsmanna, fyrir alla eða hvað?
Mánudagur 26. mars 2018 kl. 17:24

Lýðræði, réttur félagsmanna, fyrir alla eða hvað?

Hvar í vestrænu réttarríki væri það ekki talið hagsmunarárekstur ef verjandi væri í senn dómari í sínu eigin máli?
 
Sitjandi stjórn Verslunarmannafélags Suðurnesja ásamt trúnaðarráði setur saman lista fyrir komandi stjórnarkjör og leggur fram. Komi ekkert mótframboð telst sá listi sjálfkjörinn. Hyggist félagsmenn hins vegar bjóða fram skal skilað inn fullum lista ásamt skriflegum meðmælum fimmtíu fullgildra félagsmanna „takið eftir að listi stjórnar þarf enginn meðmæli“ tveir af stjórnarmeðlimum sitja einnig í kjörstjórn ásamt skipuðum fulltrúa frá ASÍ. Nú sér kjörstjórn um að meta kjörgengi framkominna framboða og sér hver sem augu hefur að ekki sé hægt að tryggja hlutleysi þessarar kjörstjórnar þar sem 2/3  hennar eru talsmenn og höfundar A-lista.
 
Eftir að hafa sett saman flottan hóp fólks á lista sem mótframboð og um 150 manns rituðu nöfn sín við hlið hans honum til stuðnings þá var ekkert eftir en að skila inn gögnunum. Þann 22. febrúar var mótframboðinu skilað inn á skrifstofu VS og hófst þá biðin eftir dagsetningu kosninga.
 
9.mars berst fundarboð fyrir fund kjörstjórnar sem halda átti 12. mars og var fundarefnið að fara yfir þau framboð sem höfðu borist. Á fundinum kom í ljós að kjörstjórn hafði þegar verið búin að hittast 7. mars þar sem ákveðið var að B-listi fengi ekki að bjóða fram, þrátt fyrir að fullmannaður listi ásamt nægjanlegum fjölda meðmæla hefði verið skilað inn. Einnig taldi kjörstjórn annmarka vera á framboðsgögnum. Því virtist þessi fundur vera innantómt leikrit þar sem lýðræðislegar umræður voru settar á svið. Í raun var umræðan einhliða þar sem kjörstjórn hafði þegar ákveðið að hafna framboði B-lista

Í lögum ASÍ 3.gr er kveðið  “Kjörstjórn skal bóka allar ákvarðanir sínar og niðurstöður. Fulltrúum framboða skv. 5. Gr. skal tilkynnt með hæfilegum fyrirvara um fundi kjörstjórnar og skal þeim heimilt að sitja fundi hennar.”
 
Í eðlilegu ferli hefðu umboðsmenn B-lista átt að hafa setu á umræddum fundi þann 7. mars til að veita mótrök, standa sínum lista til varnar og fá frest til úrbóta.
Annmarkar sem kjörstjórn bendir á voru þeir að ekki mátti finna tengingu á milli undirskriftarlista og framboðs, að ekki væri skýrlega ritað á meðmælendalista tenging þeirra við framboð þrátt fyrir að engar kvaðir séu gerðar um uppsetningu eða útlit framboðsgagna í lögum VS né ASÍ. Kjörstjórn hefði með auðveldum hætti getað fengið staðfestingu fimmtíu meðmælenda á undirritun þeirra ef vilji hefði verið fyrir hendi. Í lögum um kosningar til sveitarstjórnar og alþingis er kveðið “Finnist þá gallar á framboðslista skal hlutaðeigandi umboðsmönnum gefinn kostur á að leiðrétta þá og má veita frest í því skyni eftir því sem tími og atvik leyfa” og eru hefðir og venja að slíkt sé gert á fyrsta fundi kjörstjórnar.

 
Eftir ráðleggingum lögfræðings voru gögnin löguð og talið að með vísan í hefðir um frest til lagfæringa væri kjörstjórn ekki annað en stætt að taka við mótframboðinu. Kjörstjórn neitaði hins vegar nýjum gögnum viðtöku og vísaði í fundargerð 7. mars því til stuðnings. Ekki er hægt annað en að áætla að ákvarðanir kjörstjórnar séu til þess gerðar að tryggja lista sínum kjörgengi, Kjörstjórn hefur ekki veitt rök með vísan í lög eða reglur um uppsetningu kjörgagna VS. 

 
Umboðsmenn B-lista hafa sent inn erindi til núverandi stjórnar VS þar sem óskað er eftir framlengingu skilafrests framboða. Ef stjórn og trúnaðarráð munu ekki sjá sér fært að verða við beiðninni hafa umboðsmenn B-lista sent inn beiðni með undirskriftum fimmtíu félagsmanna þar sem óskað eftir félagsfundi og að erindið verði borið upp við félagsmenn. 
 
Núverandi stjórn getur ekki sýnt fram á umboð félagsmanna þar sem ekki hafa farið fram kosningar í tuttugu ár. Því liggur beinast við að gefa félagsmönnum orðið og leyfa þeim að velja næstu skref. 

 
Einar M Atlason
Í framboði til stjórnar VS
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024