Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Lundur óskar öllum gleðilegra páska
Miðvikudagur 19. mars 2008 kl. 16:49

Lundur óskar öllum gleðilegra páska

Nú eru páskarnir að ganga í garð og nokkra daga frí framundan, sem fer misjafnlega í fólk.
Frí í skólum og fleira, ungdómurinn verður taumlaus af gleði.

Margir fara í ferðalög og margir halda sig bara heima.

En hættan er altaf til staðar og freistingin oft meiri þegar frí eru, því verðum við alltaf að vera á varðbergi.

En fyrir marga verður svona langt frí erfitt, allt meira og minna lokað, engin vinna, engir skólar, engar reglur og sumir hafa eða finna sér ekkert að gera vegna einhvers óróleika hjá þeim. Það er alveg nefnilega ótrúlegt hvað við getum verið viljalaus og stjórnlaus gagnvart umhverfinu og aðstæðum þegar svo ber undir.

En við meigum ekki gleyma því að öll eigum við einhverstaðar góða vini.

Vini sem við getum talað við þegar við þurfum á því að halda.

Við megum heldur ekki gleyma því að það erum við sem þurfum að framkvæma og brjótast út úr skelinni og bera okkur eftir því sem við þurfum á að halda og gera okkur líka grein fyrir því hvað það er.

Það gerir enginn fyrir okkur.
Inni á síðunni www.lundur.net er að finna nokkur nöfn undir heitinu, þarftu að tala við einhvern.

Að mæta hjá Lundi í ráðgjöf, stuðning eða foreldrafræðsluna lærum við að gera okkur betur grein fyrir ástandinu.
Næsta mánudag 24.mars verður engin dagskrá hjá Lundi, en mánudaginn 31.mars hefst dagskrá að nýju.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Gleðilega páska
Erlingur Jónsson
864-5452