Lukka með Ljósanótt í Reykjanesbæ
Fólk hefur verið duglegt að láta í ljós ánægju sína með Ljósanótt í Reykjanesbæ. Þannig hafa blaðamenn Víkurfrétta haft tal af fjölmörgum bæjarbúum, sem öðrum sem hrósa hátíðinni og framtakinu. Formanni Ljósanefndar, Steinþóri Jónssyni, hafa einnig borist rafrænar póstsendingar, sem allar eru á einn veg. Hrósið mikið og fólk mjög ánægt. Við fengum leyfi Steinþórs til að birta tvö bréf.Þessi er skemmtilega “neikvæður” um hátíðina:
Ljósanótt var alltof margmenn og fólk skemmti sér það vel að erfitt verður að gera betur síðar. Er virkilega verið að gera lítið úr Menningarnótt í Reykjavík og borgarstjóra vorum. Skemmtiatriði alltof fjölbreytt og engin gat fundið eitthvað að. Lögreglan og sjúkraflutningsmenn gátu ekki sinnt starfi sínu enda engin slys né ólæti á mannfjöldanum.
Móttaka Íslendings gerði lítið úr móttökum í erlendum höfnum þar sem hún sló allt annað út. Listaverkið á Berginu lýsti svo skært að maður fékk ofbirtu í augun og ekki batnaði það þegar þessi stóra og mikla hófst, maður varð hérum bil að taka fyrir eyrun.
Fjöurra daga hátíðin er einfaldlega alltof löng enda óeðlilegt að fólk sé sífellt að skemmta sér og hafi nóg fyrir stafni. Reykjanesbrautina þurft að tvöfalda áður en svona skemmtun er haldinn enda þreytandi að þurfa að keyra í bílaröð alla leið frá Reykjavík með sólina í andlitið. Það má nú dreifa þessum fáum góðviðrisdögum á sumrið í stað þess að láta þá alla á Ljósanóttina.
Verum raunsæ og hættum að halda Ljósanótt. Menning getur gengið út í öfgar. Slökkvum á Berginu og sökkvum Íslending. Þá mun Ríkissjónvarpið allavega senda fréttir af Reykjanesbæ.
Einn vandræðigemsinn á Ljósanótt.
Og hér er bréf frá Húsavík, þar sem fjöllin eru blá:
Ég er brottfluttur Keflvíkingur og var gestur á ljósanótt. Þetta var aldeilis alveg frábært. Ég bý á Húsavík og ég veit um 15 manns sem kom þaðan gagngert til að taka þátt í ljósanótt, og það varð enginn fyrir . Það var eitt sem ég tók eftir og það var að mér fannst vanta rusladalla víðar á svæðið. En það virðist samt ekki hafa komið að sök í að þegar ég fór um bæinn snemma á sunnudagsmorgun sást varla götunum.
Takk fyrir frábæra Ljósanótt
Ljósanótt var alltof margmenn og fólk skemmti sér það vel að erfitt verður að gera betur síðar. Er virkilega verið að gera lítið úr Menningarnótt í Reykjavík og borgarstjóra vorum. Skemmtiatriði alltof fjölbreytt og engin gat fundið eitthvað að. Lögreglan og sjúkraflutningsmenn gátu ekki sinnt starfi sínu enda engin slys né ólæti á mannfjöldanum.
Móttaka Íslendings gerði lítið úr móttökum í erlendum höfnum þar sem hún sló allt annað út. Listaverkið á Berginu lýsti svo skært að maður fékk ofbirtu í augun og ekki batnaði það þegar þessi stóra og mikla hófst, maður varð hérum bil að taka fyrir eyrun.
Fjöurra daga hátíðin er einfaldlega alltof löng enda óeðlilegt að fólk sé sífellt að skemmta sér og hafi nóg fyrir stafni. Reykjanesbrautina þurft að tvöfalda áður en svona skemmtun er haldinn enda þreytandi að þurfa að keyra í bílaröð alla leið frá Reykjavík með sólina í andlitið. Það má nú dreifa þessum fáum góðviðrisdögum á sumrið í stað þess að láta þá alla á Ljósanóttina.
Verum raunsæ og hættum að halda Ljósanótt. Menning getur gengið út í öfgar. Slökkvum á Berginu og sökkvum Íslending. Þá mun Ríkissjónvarpið allavega senda fréttir af Reykjanesbæ.
Einn vandræðigemsinn á Ljósanótt.
Og hér er bréf frá Húsavík, þar sem fjöllin eru blá:
Ég er brottfluttur Keflvíkingur og var gestur á ljósanótt. Þetta var aldeilis alveg frábært. Ég bý á Húsavík og ég veit um 15 manns sem kom þaðan gagngert til að taka þátt í ljósanótt, og það varð enginn fyrir . Það var eitt sem ég tók eftir og það var að mér fannst vanta rusladalla víðar á svæðið. En það virðist samt ekki hafa komið að sök í að þegar ég fór um bæinn snemma á sunnudagsmorgun sást varla götunum.
Takk fyrir frábæra Ljósanótt