Lokatölur úr flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
				
				Margrét Frímannsdóttir hélt fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í flokksvali sem fór fram nú um helgina. Margrét hlaut 1.167 atkvæði í fyrsta sæti, Lúðvík Bergvinsson er í öðru sæti með 1.150 atkvæði, Björgvin G. Sigðurðsson er í þriðja sæti með 1002 atkvæði og Jón Gunnarsson skipar fjórða sæti listans en hann hlaut 1.133 atkvæði. Sigríður Jóhannesdóttir lenti í fimmta sæti og vantaði hana 125 atkvæði upp á til að fella Jón Gunnarsson úr fjórða sætinu. Kjörsókn í flokksvalinu var 70,3% og alls greiddu 2.350 manns atkvæði.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				