Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Ljóðaslagur
Mánudagur 5. apríl 2004 kl. 10:32

Ljóðaslagur

„Ég er alltaf að reyna að finna réttu orðin,” segir Cat Stevens í laginu „How can I tell you,”  hvað mig langi að segja þér að þú sért stöðugt í  huga mér en þegar ég er í návist þinni, fjara þau burt sem blásin af vörum mínum.“ Svona er kveðskapurinn oft hugljúfur og krefjandi.

Ég sá í Fréttablaðinu 1. apríl sl. að verið væri að hleypa af stokkunum frumlegri og spennandi ljóðasamkeppni sem bæri heitið „Sigurskáldið.“
Hún væri ætluð öllum sem fæddir væru á árunum 1974-2004.  Skilafrestur rynni út 6. apríl og ekki mætti flagga dulnefni í þessari keppni.   Tekið væri við ljóðum á tölvupóstfangið [email protected]

Hér er upplagt tækifæri fyrir ljóðskáld að láta ljós sitt skína því það kemur fram í auglýsingunni að mönnum er frjálst að yrkja rímað og stuðlað, frítt eða frjálst, hlekkjað eða laust og að öll bandvídd samtímans velkomin í slaginn.
„Leynist ljóð á harða disknum þínum?“ stóð líka í fyrirsögninni og fékk mig til að gramsa í gömlum blöðum, þó ég væri löngu orðinn of gamall fyrir þessa keppni.  Í þeim bréfastafla var nýlegt eintak af Víkurfréttum þar sem Kallinn á kassanum var að óska eftir kveðskap.  Nokkru neðar fann ég eftirfarandi ljóð eftir sjálfan mig innan um gamla reikninga og því um líkt.
Ljóðið er frumlegt, dálítið glannalegt en samt ágætis tilraun á þessum vettvangi.
                     
Hættu að tuða
Fyrir þig gjört, gerðu þeim,
virtu gott, frið um allan heim.
Þú talar um þín vandamál með áhyggjuslen:
Hélstu að þetta snérist allt um dollara og yen?

Amstur og basl, með handónýtt bak,
þarft samt að eignast yfir höfuðið þak.
Upptekinn sem oftar hvernig lífið í reynd:
Opnar munninn upp á gátt með fróðleiksmola um eymd.

Lifð’ ei hátt
því margt eitt smátt
getur vel borgað sig.
Hygð’ ei flátt
og eld’ ei grátt:
Vert’ í sátt við sjálfan þig.

Einhver staðar í allt öðrum gír,
væntir kona að kynnast svona fýr
til að eyða með sér ævinni og  setja upp hring’:
Hættu að tuða, farð’ á ball og reyndu að vera skýr.

Konráð K. Björgólfsson
Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024