Litir ljóssins á englanámskeiði á Listatorgi
Helga Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og listmálari býður upp á spennandi námskeið fyrir alla, bæði lærða og byrjendur í málaralistinni í listasmiðju Nýrrar víddar Sandgerði næstu helgi 11. og 12. september.
Helga hefur haldið þessi námskeið í um tuttugu ár við mikið lof þátttakenda og kemur nú í fyrsta sinn á Suðurnes. Á námskeiðinu eru þátttakendur leiddir inn í slökun á líkama og huga. Þeir upplifa sjónmyndir og tilfinningu um innri fegurð í formi lita, efla viljastyrk sinn og lífsgleði og sköpunarkraftur þeirra eykst. Í gegnum hugleiðslu og málun vex trúartraustið og þátttakendur finna hjá sér aukna samkennd, frið og einingarvitund. Innsæi þeirra opnast meira um leið og þeir skynja í auknum mæli kjarna sinn, ljós, kærleika og visku.
Litir ljóssins er námskeið þar sem skapað er rými og andrúmsloft til hugleiðslu, heilunar, sjálfstyrkinar og málunar. Þú upplifir verund þína og veruleika á öllum sviðum í flæði lita og tóna, alheimurinn er innra með þér, námskeið sem veitir þér mikla vellíðan.
Hægt er að hringja í Helgu sjálfa til að skrá sig og fá nánari upplýsingar í S:691-1391 og 5880110.