Listasýning opnar á vegum Margrétar Helgu
laugardaginn 29 janúar kl.16:00.opnar Margrét Helga Sesseljudóttir sína fyrstu einkasýningu í Suðsuðvestur. Margrét Helga útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010.
Á sýningunni vinnur listakonan útfrá hugmyndum sem tengjast dýrkun, dýrkun á frægu fólki, helgimyndum og náttúrufegurð svo fátt eitt sé nefnt. Sýningin er innsetning unnin úr fundnum efnum, teikningum og skúlptúr.
Suðsuðvestur er til húsa á Hafnargötu 22 í Reykjanesbæ. Þar er opið um helgar frá kl.14:00-17:00.og eftir samkomulagi í síma 662 8785. Nánari upplýsingar má finna á www.sudsudvestur.is.
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!