Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Lilja gefur kost á sér í 4-.6. sæti
Fimmtudagur 19. október 2006 kl. 13:33

Lilja gefur kost á sér í 4-.6. sæti

Lilja Samúelsdóttir gefur kost á sér í 4.- 6. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem fer fram 4. nóv. nk.

Lilja tók þátt í sveitastjórnakosningum sl. vor og er varabæjarfulltrúi. Hún situr sem fulltrúi A-listans í barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar.

Lilja mun beita sér fyrir aukinni löggæsla til að sporna við vaxandi innflutningi og notkun fíkniefna. Málefni ellilífeyrisþega eru í miklum ólestri sér í lagi er varða skerðingu lífeyris við áframhaldandi vinnu eftir 67 ára aldur og svo síðast en ekki síst sí- og endurmenntunarmál allra starfsmanna í sífellt hraðara og krefjandi umhverfi.

Lilja starfar sem fyrirtækjasérfræðingur hjá Landsbankanum í Keflavík og starfaði áður sem verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Einnig hefur hún reynslu af þjónustu- og verslunarstörfum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024