Líffæraklukkan
Mestu máli skiptir hvenær dags þau næringarefni sem nefnd voru hér að framan eru tekin inn þótt auðvitað megi neyta þeirra hvenær sem er. Gott er að borða sælgæti eftir morgunmat eða á milli mála vegna þess að það hefur góð áhrif á insúlínhormónið sem færir okkur orku fyrir daginn. Á kvöldin og nóttunni hægja líffærin á sér og sé matar neytt seinna en klukkan 19:00 að kvöldi er starfsemi þeirra ekki jafn kröftug og að degi til.
Innri líffæraklukkan okkar vinnur 24 tíma sólarhringsins þótt líkamstaktur einstaklinga sé auðvitað mismunandi.
Upp úr miðnætti eða frá klukkan 01:00 til 03:00 að nóttu á sér stað mest möguleg blóðsöfnun í lungum, fótleggjum og lifur auk þess sem hitalækkun verður í líkamanum.
Frá klukkan 03:00 til 05:00 er líkamshiti minnstur fyrir tilverknað lungna og einnig lægst öndunartíðni sem leiðir til þess að flestar fæðingar og dauðsföll eiga sér stað á þessum tíma sólarhringsins. Þetta tímabil er oft kallað „næturkreppa“.
Frá klukkan 05:00 til 07:00 hefur starfsemi þarma áhrif á aukna lifrarfitu. Fyrsta neysla dagsins á sér oft stað á þessum tíma.
Frá klukkan 07:00 til 09:00 er starfsemi maga orðin mjög virk, blóðsykur eykst, gallaðgreining á sér stað og hreyfiþörf eykst. Meðvitund er mjög mikil sem getur einnig leitt til þess að það er erfitt að sitja kyrr á vinnustaðnum sínum.
Frá klukkan 09:00 til 11:00 hefur starfsemi bæði briskirtils og milta áhrif á andlega getu. Líkamshitinn er hæstur á þessum tíma dags eða 35,8 til 37,0 °C og oft verður þá vart hitavotts.
Milli klukkan 11:00 og 13:00 er hjartað mjög virkt og jafnframt er skapandi virkni mikil.
Frá klukkan 13:00 til 15:00 er mikil starfsemi í smágirni. Þetta tímabil kallast „dagskreppa“, finna má fyrir þreytu og ráðlegt að leggja sig og slaka á í um það bil 20 mínútur. Oft er erfitt að einbeita sér á þessum tíma dags þar eð lifrarfita er lág og lítið magn blóðs í lifur.
Milli klukkan 15:00 og 17:00 á daginn er starfsemi þvagblöðru í hámarki. Öndunartíðni er nú hæst, súrefnisinntaka er há og mikill losun koltvísýrings á sér stað.
Frá klukkan 17:00 til 19:00 leiðir nýrnastarfsemi til hitahækkunar og örvunar á vexti hárs og nagla. Nýrnahettan er þá mjög virk.
Frá klukkan 19:00 og fram til 21:00 er mikilvægur hluti hringrásarinnar því oftast er síðustu máltíðar dagsins neytt á þessum tíma og æskilegt að hún sé létt. Lifrarfitan lækkar og í kjölfarið hægja mörg önnur líffæri á sér.
Milli klukkan 21:00 og 23:00 lækkar líkamshiti og einnig blóðþrýstingur.
Frá klukkan 23:00 til miðnættis er mikil gallframleiðsla. Efnaskipti eru þá hvað minnst og blóðþrýstingur lágur.
Birgitta Jónsdóttir Klasen