Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Lesum í sumar
Mánudagur 24. maí 2004 kl. 13:51

Lesum í sumar

Bókasafn Reykjanesbæjar ætlar að bjóða upp á sumarlestur á safninu í júní, júlí og ágúst fyrir grunnskólabörn í Reykjanesbæ. Um er að ræða lestrarhvetjandi einstaklingsverkefni, þar sem hver og einn les það sem hann vill, þegar hann vill og á sínum hraða.

Sumarlesturinn verður þannig úr garði gerð að börnin fá afhent kort í upphafi lestrarins, þar sem skrifað verður jafnóðum hvaða bækur viðkomandi les. Til þess að fá stimpil fyrir hverja lesna bók þarf lesandinn að skila inn örstuttri umsögn um bókina í afgreiðslu safnins og fá nýtt umsagnarblað. Eftir hverjar þrjár bækur lesnar fær lesandinn viðurkenningu.
Í þessum sumarlestri er hver að keppa við sjálfan sig og auka færni sína án þess að vera borinn saman við aðra. Auk þess munu umsagnirnar þjálfa lesandann í að orða skoðanir sínar á þeim bókum sem hann lesa. Umsögnunum verður síðan safnað á vefsíðu Bókasafns Reykjanesbæjar, sem nú er í vinnslu, og þar geta allir nálgast umsagnir annarra, bæði til gagns og gaman. Þá verða einnig bókalistar á vefsíðunni til að auðvelda börnunum val á bókum til að lesa.

Tenglar: http://www.reykjanesbaer.is/bokasafn
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024