Leikskólinn taki við börnum frá 12 mánaða aldri
Nú eru allir skólar Reykjanesbæjar komnir vel af stað eftir sumarfrí og börnin eru byrjuð að mæta í skólann. Skólastarf í Reykjanesbæ er til fyrirmyndar og má raunar segja það sama um skólastarf almennt á Íslandi. Á þetta við um öll skólastig. Mikið hefur gerst og er raun með ólíkindum hvað íslensku þjóðinni hefur tekist að gera í sínum menntamálum.
Laun starfsfólks í fræðslumálum
Þó er það þannig að alltaf má gera betur, t.d. eru allir eða flestir sammála um að hækka þurfi verulega laun kennara, leiksskólakennara, stuðningsfulltrúa og annara starfsmanna skólanna. Í raun þarf að endurskoða allt launakerfið í skólastarfinu. Mesta átakið þarf að gera í kjarasamningum kennara, þar er ljóst að kjarasamningarnir skerða verulega sveigjanleika við rekstur skólanna, en með meiri sveigjanleika á að koma meira fjármagn og þ.a.l. á að vera hægt að hækka launin og auka gæði starfsins enn frekar.
Skólabúningar
Undanfarin ár hefur það færst í vöxt að skólabúningar eru notaðir sem klæðnaður barna í skólunum. Að mínu mati er þetta jákvæð þróun, og á sveitarfélagið að styðja miklu meira við bakið á þeim skólum sem vilja taka upp skólabúninga. T.d. á sveitarfélagið að aðstoða við hönnun og útboð búninganna. Þannig á að vera hægt að ná niður verðinu á fatnaðinum og tryggja gæðin.
Ritföng, reiknivélar og pennaveski
Sumir skólar hafa tekið upp á því að útvega nemendum ritföng, pennaveski, skólabækur o.s.frv. Að mínu mati er þetta jákvæð þróun og eitthvað sem við eigum hiklaust að taka upp í Reykjanesbæ í meira mæli. Þannig myndum við eyða samkeppni milli nemenda um pennaveski, útlit stílabóka o.s.frv. Sveitarfélagið á að aðstoða einnig hér við innkaup og ná þannig kostnaðinum niður um leið og gæðin eru tryggð.
Hafragrautur eða ávöxtur á morgnanna
Öll börn þurfa að vera vel nærð í skólanum. Öðruvísi er ekki hægt að reka gott skólastarf. Ein leið til þess að tryggja að öllum nemendum líði vel í skólanum er að skólinn bjóði nemendum hafragraut eða ávöxt áður en skólinn hefst t.d. frá kl. 07:45-8:15 á morgnanna. Þetta hefur verið gert í skólum á Íslandi með góðum árangri. Þá er fyrirkomulagið í Akurskóla hvað varðar íslensku mjólkina til fyrirmyndar.
Leikskólinn
Nauðsynlegt er að leikskólar Reykjanesbæjar taki við börnum frá 12 mánaða aldri. Það er sjálfsögð þjónusta við foreldra og börn. 12 mánaða gömul börn hafa gott að því að komast á leikskóla. Það ýtir undir þroska og er í raun þjónusta sem Reykjanesbær á að setja í forgang. Ef aðrir en Sjálfstæðismenn væru hér við völd væri þessi þjónusta komin á nú þegar. Í raun á leiksskólaganga að hefjast strax að loknu orlofi foreldra. Því þarf að lengja orlofið um þrjá mánuði og opna leikskólanna fyrir 12 mánaða gömlum börnum.
Eysteinn Jónsson
Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
Laun starfsfólks í fræðslumálum
Þó er það þannig að alltaf má gera betur, t.d. eru allir eða flestir sammála um að hækka þurfi verulega laun kennara, leiksskólakennara, stuðningsfulltrúa og annara starfsmanna skólanna. Í raun þarf að endurskoða allt launakerfið í skólastarfinu. Mesta átakið þarf að gera í kjarasamningum kennara, þar er ljóst að kjarasamningarnir skerða verulega sveigjanleika við rekstur skólanna, en með meiri sveigjanleika á að koma meira fjármagn og þ.a.l. á að vera hægt að hækka launin og auka gæði starfsins enn frekar.
Skólabúningar
Undanfarin ár hefur það færst í vöxt að skólabúningar eru notaðir sem klæðnaður barna í skólunum. Að mínu mati er þetta jákvæð þróun, og á sveitarfélagið að styðja miklu meira við bakið á þeim skólum sem vilja taka upp skólabúninga. T.d. á sveitarfélagið að aðstoða við hönnun og útboð búninganna. Þannig á að vera hægt að ná niður verðinu á fatnaðinum og tryggja gæðin.
Ritföng, reiknivélar og pennaveski
Sumir skólar hafa tekið upp á því að útvega nemendum ritföng, pennaveski, skólabækur o.s.frv. Að mínu mati er þetta jákvæð þróun og eitthvað sem við eigum hiklaust að taka upp í Reykjanesbæ í meira mæli. Þannig myndum við eyða samkeppni milli nemenda um pennaveski, útlit stílabóka o.s.frv. Sveitarfélagið á að aðstoða einnig hér við innkaup og ná þannig kostnaðinum niður um leið og gæðin eru tryggð.
Hafragrautur eða ávöxtur á morgnanna
Öll börn þurfa að vera vel nærð í skólanum. Öðruvísi er ekki hægt að reka gott skólastarf. Ein leið til þess að tryggja að öllum nemendum líði vel í skólanum er að skólinn bjóði nemendum hafragraut eða ávöxt áður en skólinn hefst t.d. frá kl. 07:45-8:15 á morgnanna. Þetta hefur verið gert í skólum á Íslandi með góðum árangri. Þá er fyrirkomulagið í Akurskóla hvað varðar íslensku mjólkina til fyrirmyndar.
Leikskólinn
Nauðsynlegt er að leikskólar Reykjanesbæjar taki við börnum frá 12 mánaða aldri. Það er sjálfsögð þjónusta við foreldra og börn. 12 mánaða gömul börn hafa gott að því að komast á leikskóla. Það ýtir undir þroska og er í raun þjónusta sem Reykjanesbær á að setja í forgang. Ef aðrir en Sjálfstæðismenn væru hér við völd væri þessi þjónusta komin á nú þegar. Í raun á leiksskólaganga að hefjast strax að loknu orlofi foreldra. Því þarf að lengja orlofið um þrjá mánuði og opna leikskólanna fyrir 12 mánaða gömlum börnum.
Eysteinn Jónsson
Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ