Leikskólagjöld - hlutfall foreldra hefur lækkað úr 50% í 35%
Undanfarið hafa umræður um hækkun leikskólagjalda verið nokkuð háværar og margt látið falla í umræðum og spjallvefjum sem sumt er rétt en annað ekki. Rétt er að koma að nokkrum staðreyndum í þessa umræðu.
Beinar greiðslur foreldra um 1/3 af kostnaði
Á síðustu 10 árum hefur hlutfall greiðslu foreldra við rekstur leikskóla lækkað úr u.þ.b. 50% í 35%. Það þýðir að hlutfallslega greiða foreldrar lægra gjald í dag en gert var fyrir 10 árum síðan. Kostnaður við rekstur skólanna hefur hins vegar hækkað mikið m.a. vegna þess að hér eru ekki biðlistar eftir leikskólaplássum, heilsdagsplássum hefur fjölgað mikið og réttindakennurum hefur fjölgað. Allt eru þetta mikilvæg mál og jákvæðar breytingar en hefur um leið talsverðan kostnað í för með sér. Hér eftir verður reynt að miða við að greiðslur foreldra standi undir u.þ.b. þriðjungi af kostnaði leikskólanna en bæjarsjóður greiði 2/3.
Fjölskylduvænt sveitarfélag
Margir hafa bent á að það sé lítt fjölskylduvænt að hækka leikskólagjöld. Ef það er skoðað eitt og sér má vel komast að slíkri niðurstöðu en ég kýs að líta á heildarmyndina og vona að bæjarbúar geti séð hana líka. Inn í þeirri mynd finnum við meðal annars þessar staðreyndir :
· Reykjanesbær er eitt örfárra sveitarfélaga í landinu sem getur boðið öllum börnum 2ja ára og eldri upp á vistun á leikskólum.
· Reykjanesbær hefur á síðustu árum orðið fyrirmynd annarra sveitarfélaga við uppbyggingu grunnskólanna.
· Reykjanesbær er eitt örfárra sveitarfélaga í landinu sem býður öllum börnum grunnskólans upp á heitan mat í hádeginu (gegn greiðslu hráefniskostnaðar).
· Reykjanesbær er eitt örfárra sveitarfélaga í landinu sem býður öllum börnum í 1.-2. bekk upp á tónlistarkennslu sem hluta af námi í grunnskóla.
· Reykjanesbær er eina sveitarfélagið í landinu þar sem strætóferðir eru ókeypis.
· Reykjanesbær er eina sveitarfélag landsins sem hefur komið á heilsdagsskóla (Frístundarskóla) fyrir börn í 1.-4.bekk grunnskólans þar sem meðal annars er boðið upp á æfingar íþróttafélaganna án aukagreiðslu.
· Sérfræðiþjónusta við leikskóla og grunnskóla í Reykjanesbæ er meiri og betri en víða annars staðar.
· Reykjanesbær hefur lagt mikla fjármuni í uppbyggingu íþrótta- og æskulýðsstarfs og framboð íþrótta og tómstunda er óvíða betra en hér.
Þrátt fyrir þessa upptalningu á meiri og betri þjónustu í Reykjanesbæ eru
gjöld almennt mun lægri hér en í samanburðarsveitarfélögum s.s. í
Reykjavík. Vandinn við samanburð er hins vegar sá að Reykjavík er nánast eitt sveitarfélaga fyrir utan Reykjanesbæ þar sem finna má þjónustu með sambærilegri fjölbreytni og gæðum og hér. Sá samanburður er þó okkur í hag hvað varðar lægri kostnað foreldra. Á það jafnt við um leikskólagjöld, strætisvagna, tónlistarskóla, heilsdagsskóla o.s.frv. Þá er útsvar í Reykjanesbæ undir landsmeðaltali og hefur ekki hækkað hér síðust ár þrátt fyrir að önnur sveitarfélög hafi nýtt sér slíkar heimildir
til hækkunar. Þessa heildarmynd er nauðsynlegt að skoða þegar menn leggja mat á fjölskyldustefnu sveitarfélagsins.
Við íbúar Reykjanesbæjar getum sannarlega fullyrt að hér er þjónusta við fjölskyldufólk með því besta sem býðst á landinu og kostnaður foreldra
vegna hennar með því lægsta sem þekkist. Áfram verður unnið við að styrkja
þessa þjónustu. Mikið starf er unnið við að efla innra starf grunnskólanna, umferðaröryggi hefur verið stórbætt, verið er að undirbúa stækkun tónlistarskóla, leikskólinn Holt hefur verið stækkaður og nýr grunnskóli mun senn rísa í Innri-Njarðvík.
Reykjanesbær, janúar 2004
Böðvar Jónsson
Bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs
Beinar greiðslur foreldra um 1/3 af kostnaði
Á síðustu 10 árum hefur hlutfall greiðslu foreldra við rekstur leikskóla lækkað úr u.þ.b. 50% í 35%. Það þýðir að hlutfallslega greiða foreldrar lægra gjald í dag en gert var fyrir 10 árum síðan. Kostnaður við rekstur skólanna hefur hins vegar hækkað mikið m.a. vegna þess að hér eru ekki biðlistar eftir leikskólaplássum, heilsdagsplássum hefur fjölgað mikið og réttindakennurum hefur fjölgað. Allt eru þetta mikilvæg mál og jákvæðar breytingar en hefur um leið talsverðan kostnað í för með sér. Hér eftir verður reynt að miða við að greiðslur foreldra standi undir u.þ.b. þriðjungi af kostnaði leikskólanna en bæjarsjóður greiði 2/3.
Fjölskylduvænt sveitarfélag
Margir hafa bent á að það sé lítt fjölskylduvænt að hækka leikskólagjöld. Ef það er skoðað eitt og sér má vel komast að slíkri niðurstöðu en ég kýs að líta á heildarmyndina og vona að bæjarbúar geti séð hana líka. Inn í þeirri mynd finnum við meðal annars þessar staðreyndir :
· Reykjanesbær er eitt örfárra sveitarfélaga í landinu sem getur boðið öllum börnum 2ja ára og eldri upp á vistun á leikskólum.
· Reykjanesbær hefur á síðustu árum orðið fyrirmynd annarra sveitarfélaga við uppbyggingu grunnskólanna.
· Reykjanesbær er eitt örfárra sveitarfélaga í landinu sem býður öllum börnum grunnskólans upp á heitan mat í hádeginu (gegn greiðslu hráefniskostnaðar).
· Reykjanesbær er eitt örfárra sveitarfélaga í landinu sem býður öllum börnum í 1.-2. bekk upp á tónlistarkennslu sem hluta af námi í grunnskóla.
· Reykjanesbær er eina sveitarfélagið í landinu þar sem strætóferðir eru ókeypis.
· Reykjanesbær er eina sveitarfélag landsins sem hefur komið á heilsdagsskóla (Frístundarskóla) fyrir börn í 1.-4.bekk grunnskólans þar sem meðal annars er boðið upp á æfingar íþróttafélaganna án aukagreiðslu.
· Sérfræðiþjónusta við leikskóla og grunnskóla í Reykjanesbæ er meiri og betri en víða annars staðar.
· Reykjanesbær hefur lagt mikla fjármuni í uppbyggingu íþrótta- og æskulýðsstarfs og framboð íþrótta og tómstunda er óvíða betra en hér.
Þrátt fyrir þessa upptalningu á meiri og betri þjónustu í Reykjanesbæ eru
gjöld almennt mun lægri hér en í samanburðarsveitarfélögum s.s. í
Reykjavík. Vandinn við samanburð er hins vegar sá að Reykjavík er nánast eitt sveitarfélaga fyrir utan Reykjanesbæ þar sem finna má þjónustu með sambærilegri fjölbreytni og gæðum og hér. Sá samanburður er þó okkur í hag hvað varðar lægri kostnað foreldra. Á það jafnt við um leikskólagjöld, strætisvagna, tónlistarskóla, heilsdagsskóla o.s.frv. Þá er útsvar í Reykjanesbæ undir landsmeðaltali og hefur ekki hækkað hér síðust ár þrátt fyrir að önnur sveitarfélög hafi nýtt sér slíkar heimildir
til hækkunar. Þessa heildarmynd er nauðsynlegt að skoða þegar menn leggja mat á fjölskyldustefnu sveitarfélagsins.
Við íbúar Reykjanesbæjar getum sannarlega fullyrt að hér er þjónusta við fjölskyldufólk með því besta sem býðst á landinu og kostnaður foreldra
vegna hennar með því lægsta sem þekkist. Áfram verður unnið við að styrkja
þessa þjónustu. Mikið starf er unnið við að efla innra starf grunnskólanna, umferðaröryggi hefur verið stórbætt, verið er að undirbúa stækkun tónlistarskóla, leikskólinn Holt hefur verið stækkaður og nýr grunnskóli mun senn rísa í Innri-Njarðvík.
Reykjanesbær, janúar 2004
Böðvar Jónsson
Bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs