Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Leik- og sönglist á List án landamæra í Reykjanesbæ
Föstudagur 16. mars 2012 kl. 08:19

Leik- og sönglist á List án landamæra í Reykjanesbæ

Nú er að fara af stað leik- og sönglistarnámskeið á vegum fullorðinsfræðslu fatlaðra hjá MSS og sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum, þar sem listrænir kennarar ætla að aðstoða áhugasama við að koma upp sýningu í Frumleikhúsinu. Fyrsta æfingin verður haldin laugardaginn 17. mars nk. í Frumleikhúsinu að Vesturbraut 17, frá kl. 11 – 15.

Þessi sýning verður hluti af listahátíðinni List án landamæra sem er hátíð fjölbreytileikans þar sem horft er á tækifæri en ekki takmarkanir. List án landamæra vill koma list fólks með fötlun á framfæri og koma á samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur, bæði í samfélaginu, í samfélagsumræðunni og hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum. Það er því ánægjulegt að sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa hlotið styrk frá Menningarsjóði Suðurnesja til verkefnisins.

Ég vil hvetja alla, fatlaða jafnt sem ófatlaða, sem hafa áhuga á söng og leiklist og eru tilbúnir að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni að hafa samband við undirritaða í síma 848 3995 eða með tölvupósti á [email protected].

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024